Renault CAPTUR Búnaðarlýsing

Litaval


Búnaðarlýsing

Rúmgott farangursrými


Farangursrýmið í nýjum Renault CAPTUR er 377 dm3 (VDA-viðmiðið) og því feikinóg pláss fyrir farangurinn.

Nokkrar farangursgeymslur


Easy-Life-skúffan, nýtt farangursrými í miðjunni og í hliðarrými og hólf á sætisbökum … Í nýja Renault CAPTUR-bílnum hefur hver farþegi sitt geymslurými.

Stilla má sætisröðina með sérstakri skipun

Nú er ekkert mál að ferðast með stóran og fyrirferðarmikinn farangur. Sætisröðinni má hnika til um 16 cm og einnig er hægt að leggja hana flata niður að gólfi og fella niður 1/3 og 2/3. Farangursrýmið getur því orðið allt að 1235 dm³!

Baksýnismyndavél og fjarlægðarnemar

Fáðu tilsögn. Í nýja Renault CAPTUR-bílnum eru baksýnismyndavélar og fjarlægðarnemar sem auðvelda þér að stýra bílnum.

Blindsvæðisskynjarar


Hafðu það náðugt við stýrið. Nú fer ekkert fram hjá þér við aksturinn. Þegar annar bíll fer fram úr þér kviknar samstundis á ljósmerki í baksýnisspeglinum.

Easy Park-aðstoð

Leggðu bílnum án nokkurra vandkvæða. Nýr Renault CAPTUR notar Easy Park-aðstoðina til að reikna út stærð lauss bílastæðapláss. Gefa má skipanir í gegnum stýrið og þannig smjúga auðveldlega inn í stæði milli tveggja bíla.
Ath. Sérpanta þarf Easy Park búnaðinn. Allar nánariupplýsingar veitir sölufulltrúi

Snjöll fjarstýring

Hentugt! Í nýja Renault CAPTUR-bílnum notarðu fjarstýringuna til að opna bílinn á komustað, ræsa vélina með því að ýta á Start-hnappinn og læsa bílnum þegar þú yfirgefur hann.


Öryggi

Neyðarhemlun

Óvænt fyrirstaða? Kerfið styður við ósjálfráð viðbrögð. Sé stigið skyndilega á bremsuna eykur fótstigið sjálfkrafa kraftinn.

Aksturshönnun sem tekur mið af aðstæðum

Slæmt grip á veginum? Hreyfinæma akstursstýringin (ESP) eykur jafnvægi bílsins á veginum svo að þú getir einbeitt þér að akstrinum.


Þægindi

Þak úr föstu gleri

Hleyptu dagsljósinu inn í bílinn gegnum rúðuþakið í nýjum Renault CAPTUR og aktu undir berum himni.

Rafknúnir baksýnisspeglar

Verndaðu baksýnisspeglana gegn hættum borgarinnar! Þegar þú læsir nýja Renault CAPTUR-bílnum dragast baksýnisspeglarnir sjálfkrafa inn á við.


Sparneytin vél

ENERGY dCi 110-vél og ENERGY dCi 90-vél

ENERGY dCi 110-vélSkilvirk og viðbragðsgóð akstursstýring. Energy dCi 110-vélin er tengd við sex gíra beinskiptingu, lætur afar vel og þægilega að stjórn og tryggir orkusparnað í lægri gírum.ENERGY dCi 90-vélTemdu þér kraftmikið og skilvirkt aksturslag. Hægt er að fá Energy dCi 90-vélina ýmist með EDC-sjálfskiptingu eða beinskiptingu. ECO2-gæðastimpillinn tryggir sparneytni í fremstu röð.

ENERGY TCe 120-vél og ENERGY TCe 90-vél

ENERGY TCe 120-vélHelsti kostur Energy TCe 120-vélarinnar er afkastagetan. Akstursupplifunin er afar ánægjuleg, hvort sem þú velur beinskiptingu með sex gírum til að hafa meiri stjórn eða EDC-sjálfskiptingu til að einfalda þér lífið. Þú sparar einnig viðhaldskostnað þar sem drifkeðjan endist jafnlengi og bíllinn.ENERGY TCe 90-vélEnergy TCe 90-vélin er fyrsta flokks og sniðin að borgaraðstæðum. Bíllinn er með fimm gíra beinskiptingu og afar næmur í lægri gírum, sem skýrir hvers vegna hann er svo sparneytinn sem raun ber vitni.

EDC-sjálfskipting

Njóttu akstursins í botn. EDS-sjálfskiptingin, sem er með tvöfaldri kúplingu, er í senn kraftmikil og mjúk og leiðir til þess að bíllinn er næstum jafn sparneytinn og ef um beinskiptan væri að ræða.

Stop & Start

Með Stop & Start-tækninni drepur nýi Renault CAPTUR-bíllinn sjálfkrafa á vélinni og ræsir hana aftur þegar numið er staðar og tekið af stað. Þannig minnkarðu eldsneytisneysluna og lágmarkar losun koltvísýrings.

ECO-stillingin og DRIVINGECO2-kerfið


Þú getur minnkað koltvísýringslosunina enn frekar, eða um 12%, með því að nota ECO-stillinguna. Að auki greinir DRIVINGECO2-kerfið aksturslagið hjá þér og veitir góð ráð um hvernig þú getur tamið þér ennþá sparneytnari akstur.