Renault CLIO

Litaval


Búnaður

ÞÆGINDI OG INNANRÝMI
Upplifðu vellíðan
Farþegarými CLIO hefur verið endurhannað til að veita hámarksþægindi fyrir farþega og aukið rými. Nýstárleg tækni í ökumannsrýminu gerir aksturinn enn ánægjulegri.
Renault CLIO
7" ökumannsskjár sem hægt er að sérstilla
CLIO er með 7" ökumannsskjá. Hægt er að sérstilla hann til að birta þær upplýsingar sem þú telur mikilvægastar.
Renault CLIO
BOSE®-hljóðkerfi
Renault og BOSE bjuggu til nýtt kerfi sem er sérstaklega hannað fyrir CLIO. BOSE®-hljóðkerfið er með átta hátalara og Fresh Air-bassahátalara sem eru haganlega felldir inn í rýmið og veita óviðjafnanlega tónlistarupplifun.
Renault CLIO
MULTI-SENSE
MULTI-SENSE gerir þér kleift að sérstilla CLIO eftir því sem hentar hverju sinni með þremur akstursstillingum og átta litastillingum fyrir stemningslýsingu.
Renault CLIO
Fjarstýring
Það er sérstaklega einfalt að opna, gangsetja og læsa CLIO. Þegar þú nálgast bílinn tekur hann á móti þér með því að kveikja á einkennandi ljósunum og setja baksýnisspeglana sjálfkrafa út.     
Renault CLIO
Rafmagns handbremsa
Rafmagns handbremsa auðveldar þér lífið. Hún virkjast sjálfkrafa þegar drepið er á bílnum og losnar þegar stigið er á inngjöfina.
Renault CLIO
Rúmgóð farangursgeymsla
CLIO er með 391 l farangursgeymslu, sem er sú stærsta í flokki sambærilegra bíla. Með færanlegu gólfi má velja þá útfærslu farangursgeymslu sem hentar best eða nýta flatan gólfflöt með því að leggja sætisbök aftari sætaraðar niður.
Renault EASY CONNECT
Nýttu þér tengimöguleikana
CLIO býður upp á stærstu skjáina í flokki sambærilegra bíla og auðvelt er að nýta tengimöguleika til að eiga áhyggjulaust og ánægjulegt ferðalag.
Renault CLIO
EASY LINK-kerfi
EASY LINK-kerfið býður upp á margmiðlunarkerfi sem hægt er að sérsníða, sem er hugvitssamlegt og þægilegt í notkun og með háskerpusnertiskjá sem getur verið allt að 9,3".
Renault CLIO
Tenging snjallsíma við CLIO
Með eiginleikum Android Auto™ eða Apple Carplay™ geturðu birt forrit úr snjallsímanum á skjá EASY LINK í CLIO. Stjórnaðu snjallsímanum með raddskipunum eða á stóra EASY LINK-skjánum.
Renault CLIO
Leit að heimilisföngum með Google
Þarftu að skipuleggja dvöl á Akureyir eða velja ítalskan veitingastað í Reykjavík? Finndu réttan áfangastað með ítarlegum upplýsingum um yfir 100 milljónir áhugaverðra staða sem finna má á Google.
Renault CLIO
MY Renault-forritið
Með MY Renault-forritinu geturðu stjórnað CLIO úr snjallsímanum. Innbyggður staðsetningarbúnaður í CLIO auðveldar þér lífið með aðstoð við að finna bílinn.
Renault CLIO
Sjálfvirkar uppfærslur
Með sjálfvirku uppfærsluþjónustunni fær EASY LINK-kerfið í CLIO sjálfvirkar uppfærslur í þrjú ár. Þó að 15% af vegum taki breytingum frá ári til árs getur þú því nýtt þér nýjustu kortaupplýsingar sem eru í boði til að geta ferðast áhyggjulaus í CLIO.
Renault EASY DRIVE
Auðveldaðu aksturinn

Háþróuð tæknin í CLIO fylgir þér hverja stund og veitir áhyggjulausa akstursupplifun.

Renault CLIO
Akstursaðstoð á þjóðvegum og í umferð
Ólíkt öðru sem býðst í flokki sambærilegra bíla getur CLIO haldið sér á miðri akrein og stjórnað hraðanum eða staðnæmst alveg í takt við umferðina. Þessi eiginleiki einfaldar þér ferðir á þjóðvegum eða í mikilli umferð.
Renault CLIO
360°-myndavél
CLIO er með fjórar myndavélar sem ná umhverfinu hringinn í kringum bílinn. Það er lítið mál að stýra bílnum og forðast að valda hnjaski á CLIO.
Renault CLIO
Sjálfvirk bílastæðaaðstoð
Með sjálfvirkri bílastæðaaðstoð smýgur CLIO auðveldlega inn í stæði á augabragði. Hvort sem um er að ræða stæði á milli tveggja bíla, samhliða gangstétt eða á ská kemst CLIO léttilega fyrir.
Renault CLIO
Renault Pure Vision LED-ljós
CLIO veitir frábært útsýni með öflugum Pure Vision LED-aðalljósum og sjálfvirkri skiptingu yfir í há ljós.
Renault CLIO
Hraðastillir með hraðatakmörkun
Haltu stöðugum ökuhraða eða stilltu hámarkshraða. Stjórnrofar á stýrinu gera þér kleift að breyta stillingum á augabragði.
ÖRYGGISBÚNAÐUR
Upplifðu öryggi

CLIO er búinn nýjustu tækni til að tryggja hámarksöryggi.

Renault CLIO
Sjálfvirk neyðarhemlun
CLIO er verndarengillinn þinn og er sífellt á varðbergi gagnvart umferðinni og mögulegum hættum. Hvort sem það er skyndileg hemlun eða gangandi vegfarandi sem skýst yfir götuna lætur CLIO þig vita og getur jafnframt virkjað neyðarhemlun sjálfkrafa.
Renault CLIO
Akreinastýring
Forvarnir eru besta öryggisráðstöfunin. Frá og með Life-útfærslunni býður CLIO því upp á akreinaskynjara ásamt virkri akreinastýringu. Þannig verndar bíllinn þig ef þú missir einbeitinguna við langan akstur á þjóðvegum.
Renault CLIO
Hámarksöryggi við akstur
Ef slys ber að höndum hafa öryggissérfræðingar okkar hugsað fyrir öllu til að tryggja öryggi farþeganna: styrkt grind, sex loftpúðar, höfuðpúðar sem vernda gegn hálshnykk, öryggisbelti með forstrekkjurum og álagstakmörkun. 
Renault CLIO
Umferðarskiltagreining
Myndavél les umferðarskilti á leiðinni. Þannig getur CLIO látið vita af hraðatakmörkunum á mælaborðinu.
Renault CLIO
Viðvörun fyrir blindsvæði
CLIO greinir ökutæki sem eru á blindsvæðinu eða á leið þangað. Ljósmerki á baksýnisspeglunum varar þig við.

Aukahlutir

HÖNNUN
.
Gerðu CLIO að draumabílnum þínum.
Þú getur sérsniðið útlit bílsins eftir þínum smekk til að gera hann enn glæsilegri og einstakari.
Renault CLIO
Stemningslýsing á undirvagni
Þú týnir honum aldrei á illa upplýstum bílastæðum! CLIO lýsist upp úr fjarlægð þegar þú nálgast hann eða ýtir á fjarstýringuna.
Renault CLIO
Uggalaga loftnet
Loftnetið fellur glæsilega að útlínum CLIO og ljær honum sportlegra útlit.
Renault CLIO
Úrval af sílsalistum
Falleg vörn fyrir neðsta hluta bílhurðanna. Í útfærslu með baklýsingu lýsast þeir upp þegar opnað er.
FLUTNINGUR
Meira pláss og öruggari flutningar

Í CLIO getur þú farið með það sem þú vilt og þangað sem þú vilt áhyggjulaust.

Renault CLIO
Þakbogar úr áli
Henta vel fyrir hjólafestingar, skíðafestingar eða farangursbox til að auka geymslurými CLIO.
Renault CLIO
Farangursbox
Boxið er hagnýtt, fallegt og sterkt og eykur geymslurými bílsins. Nauðsynlegt til að geta ferðast án takmarkana!
VERND
.
Njóttu fyllsta öryggis

Fáðu sérsniðna og góða vernd.

Renault CLIO
Hlífðarpakki fyrir yfirbyggingu
Góð vörn fyrir lakkið á CLIO gegn minniháttar höggum, rispum eða ítrekuðum núningi.
Renault CLIO
Vandaðar gólfmottur
Motturnar eru sérhannaðar og einfalt er að þrífa þær. Þær eru festar með tveimur öryggissmellum og flækjast þannig ekki fyrir fótstigum til að verja gólfið sem best.
Renault CLIO
Sætishlífar
Einfalt er að koma sætishlífunum fyrir og þrífa þær. Verndaðu áklæði CLIO og leyfðu þínum stíl að skína í gegn.