CLIO V

Fallegur borgarbíll með tengimöguleikum
CLIO BJA
Verð frá: 4.090.000 kr.

Þrjár ástæður til að velja Renault CLIO

Renault CLIO
Fallegur borgarbíll sem hægt er að sérsníða
Renault CLIO
Tæknilegt og vandað ökumannsrými
Renault CLIO
Bíll með tengimöguleikum sem er þægilegt að aka

Glæsilegt útlit ytra byrðis...

Gerðu bílinn að þínum
Aðlaðandi og kröftugar útlínur, mótaðar hliðar og nýr einkennandi ljósabúnaður með öflugum LED-ljósum. Nútímalegur og fallegur stíll CLIO heillar frá fyrstu sýn og ekki síst í nýjum sanseruðum lit, Valencia-appelsínugulum. Þessi einstaki borgarbíll býður upp á marga valkosti sem henta öllum, með fjölbreyttum sérsniðsmöguleikum, nýjum felgum, úrvalsútfærslunni Zen, Intens  og R.S. Line-sportbílaútfærslunni.
CLIO R.S. Line-útfærsla
R.S. Line-vörulínan er með merki Renault Sport, sem undirstrikar glæsilegt og sportlegt yfirbragð CLIO.
Sportleg einkenni
Sterkar og sportlegar línur CLIO R.S. Line gefa honum einstakan persónuleika. Hann skartar framstuðara með F1-loftblöðku, einkennandi merki R.S.-útfærslunnar og sérstökum 16" Boavista-felgum eða 17" Magny-Cours-felgum með demantsáferð. Neðra grill með sexstrendum hólfum gefur framhluta bílsins einkennandi yfirbragð og það sama má segja um afturhlutann sem skartar svuntu með dreifara og krómuðu, sporöskjulaga útblástursröri.
Sportlegt yfirbragð
Bíllinn er álíka sportlegur að innan. Innanrýmið skartar koltrefjaáferð og rauðum saumum, sportstýri klæddu götuðu leðri með tvöföldu tíglamynstri, fótstigum úr áli, sportsætum með auknum hliðarstuðningi, mælaborði með rauðri skrautlínu og tæknilegu ökumannsrými sem er lagað að þörfum ökumannsins. Með því að sameina gæði, notendavæna hönnun og tækni í R.S. Line-vörulínunni verður innanrými CLIO einstakt og í anda Renault Sport.
Stöðugleiki í akstri
Hvort sem ekið er innanbæjar eða á þjóðvegum býður CLIO R.S. Line upp á aðstoð fyrir hvaða aðstæður sem er. 360°-myndavél sem veitir fyrsta flokks útsýni, bílastæðaaðstoð sem veitir handfrjálsa hjálp við að leggja í stæði og sjálfvirk neyðarhemlun með greiningu gangandi vegfarenda eru á meðal tæknieiginleika sem stuðla að kraftmiklum og öruggum akstri.     
Afl og sparneytni
Sportlega CLIO R.S. Line-vörulínan býður upp á fjölbreytt úrval hvað varðar vélarafl, þar á meðal TCe 130-vél ásamt EDC-gírskiptingu með gírskiptirofum. Þú getur ekið þægilega um jafnvel erfiðustu vegi, þökk sé sterkum undirvagninum í CLIO. CLIO R.S. Line hefur allt sem þarf til að veita einstaka akstursupplifun.

… og auðvelda aksturinn við daglegt amstur.

Nýstárlegt margmiðlunarkerfi og þjónustur


Bíllinn er búinn snertiskjáum sem eru með þeim stærstu í flokki sambærilegra bíla með EASY LINK-kerfinu, nettengdu leiðsögukerfi, leit að áhugaverðum stöðum með Google Places og eru einnig samhæfir við Android Auto® og Apple CarPlay®. Með Renault EASY CONNECT gerir CLIO þér kleift að nýta tengimöguleika á einfaldan hátt.