Stígðu inn í veröld Renault ESPACE

Styrkleikar

Tækni

Ferðastu greiðlega á milli staða

Renault ESPACE – MULTI-SENSE tækni

Auktu ánægju þína um borð með MULTI-SENSE

Fjölbreytt upplifun bíður þín, þökk sé MULTI-SENSE. Viltu sportlegan, rólegan eða sparneytinn akstur? Þú getur aðlagað Renault ESPACE að þínum þörfum með fimm stillingum sem miðast við allt frá þægilegum til sportlegs aksturs. Stemmningslýsing, stíll og upplýsingar á stjórnskjá, ásamt vélarhljóði og vélareiginleikum ... Sérhvert smáatriði stuðlar að vellíðan þinni. Upplifðu annan heim.
Renault ESPACE – 4CONTROL-undirvagn

Uppgötvaðu 4CONTROL

Kynntu þér það nýjasta, Renault 4CONTROL. Verkfræðingar okkar hafa búið Renault Espace einstökum undirvagni með fjögurra hjóla stýringu til að veita enn betri snerpu. Innanbæjar stjórnar 4CONTROL® afturhjólunum fyrir fimari akstur á lágum hraða. Á þjóðveginum veitir fjögurra hjóla stýringin aukið grip með því að aðlaga svörun hjólanna að undirlaginu, hreyfingum bílsins og aksturslagi þínu og tryggja þannig stöðugleika á veginum við allar aðstæður.
Renault ESPACE – Fjöðrunarbúnaður

Fjöðrunarbúnaður

Einstök samsetning 4CONTROL-undirvagns og fjöðrunarstýringar í Renault ESPACE veitir óviðjafnanlega fjöðrun og framúrskarandi stöðugleika undirvagns. Kerfi sem er tengt við sérstaka skynjara greinir ástand vegar og ytri aðstæður stöðugt til að aðlaga sig að þeirri akstursstillingu MULTI-SENSE sem þú kýst að nota. 
Renault ESPACE – að ofan séð – snertistýrð niðurfelling sæta

Snertistýrð niðurfelling sæta

Kynntu þér sérlega þægilega niðurfellingu sæta ... Aðeins þarf eina snertingu á upplýsingaskjá eða í farangursgeymslu til að leggja sætin niður, eitt í einu eða öll saman. Þau falla inn í gólfið og veita þér allt það rými sem þörf er á.
Renault ESPACE – bílastæðaaðstoð – sjálfvirkt bílastæðakerfi

Bílastæðaaðstoð

Þarftu að bakka í stæði? Það er ekkert mál með bílastæðaaðstoðinni. Kerfið greinir tiltækt rými og velur akstursstefnuna. Bakkmyndavél og skynjarar að framan, að aftan og á hliðum Renault ESPACE veita vernd allt umhverfis bílinn þegar lagt er í stæði.

Margmiðlun

Mögnuð ferðaupplifun með R-LINK 2

Nýr R-LINK 2-snertiskjár býður upp á góða tengimöguleika. Stór 8,7 tommu skjárinn og ný handhæg hönnunin gera hann enn notendavænni og sérstaklega þægilegan í notkun.
Renault ESPACE – R-LINK 2-margmiðlunarkerfi

Besta margmiðlunarlausnin

Nýstárlegt innbyggt margmiðlunarkerfi! Með Android Auto™ og Apple Carplay™ getur þú opnað forrit úr símanum þínum, sem henta við notkun undir stýri, á stórum R-LINK 2-snertiskjánum. Einfalt viðmót, innbyggðir stjórnrofar á stýri og gagnlegar raddskipanir gera þér kleift að nýta eiginleika símans til fulls í Renault ESPACE. R-LINK 2 inniheldur einnig hefðbundna, foruppsetta eiginleika eins og TomTom-þrívíddarleiðsögn, útvarp, tónlist, upplýsingar um bílinn og tengiþjónustu. Auk þess er hægt að aðlaga kerfið að þínum þörfum með því að sérsníða upphafssíðuna með uppáhaldsforritunum þínum og búa til allt að sex snið til að vista akstursstillingar og kjörstillingar MULTI-SENSE.
Renault ESPACE – R-LINK 2-margmiðlunarkerfi – Eiginleikar

Tenging í bílnum

Þökk sé R-LINK 2 getur þú nýtt þér umferðarupplýsingar og tengiþjónustu frá TomTom. Þú færð aðgang að fjölda eiginleika sem eru hannaðir til að auðvelda þitt daglega líf. Einnig færð þú aðgang að nákvæmum umferðarupplýsingum og getur hagað ferðum þínum í samræmi við þær. Við þetta bætast fjölbreyttir tengimöguleikar: 4 USB-tengi (2 að framan og 2 aftur í), 2 hljóðsnúrutengi, 3 12 V innstungur og 1 SD-kortarauf*. Þú ert til í allt!

*Fer eftir útfærslu.
Renault ESPACE – R-LINK 2-margmiðlunarkerfi – R-LINK verslunin

Skoðaðu R-LINK verslunina

Með nokkrum smellum getur þú endurbætt og sérsniðið eiginleika og þjónustu R-LINK 2-margmiðlunarkerfisins. Opnaðu R-LINK verslunina og skoðaðu fjölbreytt og glæsilegt úrval forrita sem eru sérstaklega hönnuð til notkunar við akstur.
Þú getur fundið og sótt ný forrit beint í gegnum R-LINK 2-snertiskjáinn eða stjórnað forritunum þínum í tölvunni heima á svæðinu „Mitt Renault“.

Upplifðu eitthvað nýtt

Kynntu þér alla eiginleika og möguleika á sérsniði sem R-LINK 2 býður upp á með því að skoða gagnvirka kynningu. 

Svo miklu meira en bara lúxus og þægindi

Hvatning til aksturs

Skipulag.

Nýttu rýmið. Að framanverðu er að finna 30 l af geymslurými. Í fyrsta lagi er rúmgóð hirsla undir miðstokknum og svo er það Easy Life-skúffan. Þessi rúmgóða skúffa og hanskahólf er falleg og hagnýt nýjung frá Renault sem mun breyta lífi þínu. Að aftan er hægt að leggja sætin alveg niður til að búa til slétt farangursrými sem nemur 2040 l. Þetta er gert með því einu að setja fótinn undir afturstuðarann!*

*Einungis ef afturhlerinn er rafknúinn.

Öryggisbúnaður

Áhyggjulaus upplifun

Áhyggjulaust ferðalag með Visio System®

Hátæknileg akstursaðstoð. Eftirfarandi búnaður Visio System® stendur þér til boða: hraðaviðvörun með umferðarskiltagreiningu, akreinaskynjari og sjálfvirk skipting á milli háljósa og lágljósa.