Renault GRAND SCENIC Búnaðarlýsing

Litaval


Tækni

EDC-sjálfskipting

Til að auðvelda þér aksturinn er tvöföld kúpling innbyggð í EDC-sjálfskiptinguna í nýja Renault GRAND SCENIC-bílnum. Bíllinn er lipur í akstri, kraftmikill og sparneytinn og er þá fátt eitt talið.

Stop & Start

Minni eldsneytiseyðsla og minni mengun. Til að lágmarka eldsneytisnotkun og koltvísýringsútblástur notar nýr Renault GRAND SCENIC Stop & Start-búnaðinn til að drepa á vélinni á rauðu ljósi og í umferðarteppu.

MULTI-SENSE tækni

MULTI-SENSE býður upp á val á mismunandi stillingum fyrir nýja GRAND SCENIC-bílinn, allt eftir þínu höfði. Með MULTI-SENSE geturðu valið á milli fimm mismunandi stillinga fyrir stemningu og hegðun bílsins.

Upplýsingaskjár í lit í sjónlínu ökumanns

Allar nauðsynlegar upplýsingar eru í sjónlínu ökumanns á upplýsingaskjánum. Þú sérð allar nauðsynlegar upplýsingar, s.s. ökuhraða, GPS-hnit og akstursaðstoð, og getur notið akstursins á rólegan og afslappaðan hátt.

Easy Park-aðstoð

Aldrei hefur verið jafn auðvelt að stýra bílnum! Með Easy Park-aðstoðinni, sem er innbyggð í baksýnismyndavélina og með tólf nemum, nægir að nota bensíngjöfina og bremsuna til að leggja bílnum á einfaldan hátt.


Margmiðlun

R-LINK 2-snertiskjár

Stjórnaðu öllum eiginleikum nýja Renault GRAND SCENIC-bílsins með nokkrum smellum. Með nýja snertiskjánum, sem er fáanlegur á lóðréttu 8,7 tommu sniði, geturðu stillt akstursaðstoð, valið ákvörðunarstað, hringt símtal eða sent tölvupóst með raddstýringu. Hægt er að setja upp sex sérsniðna reikninga og hver bílstjóri getur vistað sínar kjörstillingar, eftirlætisforrit og uppáhaldsákvörðunarstaði.

Bose Surround©-hljóðkerfi

Verkfræðingarnir hjá Bose® og Renault unnu að því í sameiningu að sérhanna Surround-hljóðkerfi fyrir nýja GRAND SCENIC-bílinn. Staðsetning hátalaranna þrettán í farþegarými nýja GRAND SCENIC-bílsins er hugvitssamlega úthugsuð og skapar hljóm líkt og í tónleikasal. Fremri miðhátalarinn gæðir raddir og hljóðfæri náttúrulegum, fínstilltum hljómi. Surround-hátalararnir veita, ásamt Bose® Surround-tækninni, einstaka og alltumlykjandi hljóðupplifun.


Þægindi

Einstaklega þægileg sæti

Komdu þér fyrir í þægilegu sæti. Tvöfalt þéttari svampur tryggir framúrskarandi endingu. Átta ólíkar rafstillingar og nuddmöguleikar í framsætum. Fyrsta flokks þægindi, sérsniðin að þínum þörfum.

Rúmgott farþegarými

Í nýja Renault GRAND SCENIC-bílnum er hreyfanlegt stjórnborð í miðjunni og þar stjórnarðu stillingunum í bílnum, þökk sé hugvitssamlega hönnuðum búnaði sem lagar sig að aðstæðum.

Framrúður með góðu útsýni

Nýr Renault GRAND SCENIC er með þrískiptri framrúðu og veitir framúrskarandi útsýni. Nú fer ekkert fram hjá þér!


Öryggi

Virk neyðarhemlun sem skynjar gangandi vegfarendur


Hvað ef gangandi vegfarandi stekkur skyndilega út á götuna til að ná strætó? Hafðu engar áhyggjur. Nýi Renault GRAND SCENIC-bíllinn skynjar gangandi vegfarendur og varar þig við yfirvofandi hættu. Bíllinn getur bremsað af sjálfsdáðum, án þess að þú þurfir nokkuð að aðhafast, ef hætta á árekstri er yfirvofandi

Akreinaaðstoð


Segjum að einhver truflun á veginum raski einbeitingu þinni og þú sveigir óvart út af akreininni. Má koma í veg fyrir slíkt? Já. Nýr Renault GRAND SCENIC greinir línurnar á milli akreina og heldur þér á þinni braut.

Þreytuviðvörun

Nú þarftu ekki lengur að óttast svæfandi einhæfni í akstri á þjóðvegum. Í bílnum er algóritmi sem greinir aksturslag þitt í rauntíma og varar þig við ef frávik benda til þreytu.