Renault KADJAR


Litaval


Búnaður


Þægindi


Upplifðu ævintýri á þægilegan hátt ...

Þessi fimm sæta jeppi veitir framúrskarandi akstursánægju með hárri og þægilegri akstursstöðu .
Renault KADJAR

Stillanleg sæti og sætisarmur

Auðveldlega má stilla lengd sætis til að ferðalagið verði öruggt og þægilegt. Hægt er að renna armpúðanum á milli framsætanna til, auk þess sem hann býður upp á geymslurými.
Renault KADJAR

Aðgerðastýri

Raddstýring, hraðastillir með hraðatakmörkun, sími, mælaborð ... Með aðeins einni snertingu á stýrinu getur þú nýtt þér alla eiginleika jeppans.
Renault KADJAR

Hita- og loftstýring í fram- og afturrými

Hafðu hitastigið ávallt eins og best verður á kosið með góðri hita- og loftsstýringu sem hægt er að aðlaga að þínum þörfum.
Renault KADJAR

Brekkuaðstoð

Taktu örugglega af stað. Brekkuaðstoð heldur þrýstingi á hemlunum í nokkrar sekúndur sem gerir þér kleift að taka rólega af stað.
Renault KADJAR

Bose®-hljóðkerfi

Skýrir tónar, þéttur taktur og þýður hljómur ... hljómgæðin eru skýr og góð bæði í fram- og afturrými. Í nýjum KADJAR er tónlistin hluti af ferðalaginu...
Renault KADJAR

Hiti í framsætum

Sætin eru upphituð, til að auka þægindi að vetrarlagi, og eru auk þess úr þéttum svampi sem styður vel við líkamann við akstur.

INNANRÝMI


... og njóttu þess að vera í þægilegu og björtu umhverfi ...

Innanrýmið er rúmgott með úthugsaðri einingaskiptingu og góðu geymsluplássi... við höfum hugsað fyrir öllu til að einfalda þér lífið.

Renault KADJAR

Rúmgott farangursrými

Allt að 527 lítra rými fyrir allt sem þú gætir hugsanlega þurft að hafa með.
Renault KADJAR

Sæti sem leggjast niður

Þú getur lagt aftursætin niður með einföldum hætti til að flytja allt að 2,5 metra langa hluti.
Renault KADJAR

Stór þakgluggi

Njóttu landslagsins og hleyptu birtu inn í jeppann með föstum 1,4 m² þakglugga.
Renault KADJAR

Geymsluhólf og 12 V innstungur

Tengdu margmiðlunartæki í USB-tengi, hljóðsnúrutengi og 12 V innstungur og nýttu þér hugvitssamleg geymsluhólf (allt að 30 lítrar) í innanrýminu.

Tækni og Renault EASY CONNECT


...þar sem þú upplifir aksturinn á annan hátt...

Akstursaðstoðarkerfin auðvelda þér til muna að stilla ökuhraða, leggja bílnum eða skipta sjálfkrafa yfir í dagljósabúnað.

Renault KADJAR

Bílastæðaaðstoð

Kerfið tekur alfarið yfir stýrið þegar lagt er í stæði. Það lætur jafnframt vita af hindrunum sem greinast við allar hliðar bílsins með bakkmyndavél og skynjurum.
Renault KADJAR

Hraðakstursviðvörun

Stilltu hraðann í samræmi við umferðarmerki sem myndavélin greinir. Ef ekið er of hratt birtist viðvörun um það á mælaborðinu og í leiðsögukerfinu.
Renault KADJAR

Sjálfvirk ljós

Nýr KADJAR veitir frábært útsýni með þokuljósum með beygjulýsingu, öflugum LED Pure Vision-ljósum og sjálfvirkri skiptingu yfir í háljós. 

Kynntu þér líka...

Tengiþjónustan Renault EASY CONNECT býður upp á lausnir til að þú getir sparað tíma og fylgst með áhugamálum eða vinnu. Þú getur hringt, hlustað á tónlist, notað raddstýrð aðstoðarforrit að eigin vali til að spyrja spurninga og margt fleira.

Renault KADJAR

R-LINK 2

7" skjárinn er hugvitssamlegur, notendavænn og sérstaklega þægilegur í notkun. Myndrænt viðmótið er svipað og á spjaldtölvu: táknum er raðað með því að draga og sleppa, flett er með því að strjúka yfir skjáinn og hægt er að auka aðdrátt.
Renault KADJAR

Android Auto™ og Apple Carplay™ í R-LINK 2

Með Android Auto™ og Apple Carplay™ getur þú fengið leiðarlýsingu, lesið inn eða hlustað á SMS-skilaboð og hringt símtöl eða hlustað á tónlist úr símanum með einföldum hætti.

Öryggi


...með örugga fylgd á hverjum degi.

Eitt af markmiðunum með nýjum Renault KADJAR er að auðvelda ferðalag þitt með því að gera það áhyggjulaust, öruggt og hnökralaust.

Renault KADJAR

Viðvörun fyrir blindsvæði

Ljósmerki í baksýnisspeglum vinstra eða hægra megin stækka sjónsvið ökumanns með því að vara við þegar ökutæki færir sig á blindsvæði bílsins.
Renault KADJAR

Akreinaskynjari

Frá 70 km/klst. er varað við ef bíllinn fer óviljandi yfir heila eða brotna akreinarlínu. Akreinaskynjarinn tryggir jafnframt öryggi með því að koma í veg fyrir að bíllinn fari út af veginum.
Renault KADJAR

Virk neyðarhemlun

Þegar hætta á árekstri greinist heyrist hljóðmerki. Ef þú bregst ekki við fer neyðarhemlunarkerfið í gang til að forðast eða milda árekstur.
Renault KADJAR

Árekstraröryggi og öryggisvirkni

Öryggissérfræðingar okkar hugsa fyrir öllu: Sex loftpúðar, höfuðpúðar sem vernda gegn hálshnykk, forstrekkjarar og álagstakmörkun fyrir öryggisbelti. Til að tryggja öryggi barna eru jafnframt tvær Isofix-festingar í nýjum KADJAR.

Aukahlutir


Hönnun


Skerðu þig úr með glæsilegum aukahlutum...

Sérhannaðu jeppann þinn til að ljá honum einstakt og frumlegt yfirbragð.

Renault KADJAR - Marchepieds et élargisseurs d’ailes

Stigbretti og brettakantar

Stigbrettið er sérlega þægilegt með stamri áferð og veitir gott aðgengi að þakinu. Brettakantarnir* verja yfirbygginguna betur gegn óhreinindum og rispum við daglegan akstur.

* Brettakantar eru ekki samhæfir við blindsvæðisskynjara og bílastæðaaðstoð.
Nouveau Renault KADJAR jantes accessoires

Mikið úrval af felgum

Veldu úr fjölbreyttu úrvali af Renault-felgum sem fást 17", 18" og 19". Þær veita fágað og glæsilegt yfirbragð án þess að draga úr öryggi bílsins.
Nouveau Renault KADJAR Pédalier sport

Sportlegt fótstig

Settu sportlegan blæ á innanrými nýs KADJAR-jeppans með þessu fótstigi*.

* Fáanlegt með beinskiptingu eða sjálfskiptingu

Innanrými


...sem eru notendavænir og hagnýtir...

Þessar breytingar á útliti og eiginleikum henta fullkomlega fyrir farþegarýmið.

Nouveau Renault KADJAR Chargeur à induction

Þráðlaus hleðsla

Einfalt er að hlaða snjallsímann með því að setja hann á hleðslustöð á miðstokki. Engar snúrur, aldrei verið þægilegra að hlaða símann!

																						Nouveau Renault KADJAR Tapis de sol

Gólfmottur

Gólfmotturnar eru sérstaklega hannaðar til að vernda innanrými jeppans. Þær eru festar með tveimur klemmum og flækjast ekki fyrir fótstigunum. Einfalt er að þrífa þær og hægt er að velja um ýmist ofnar mottur eða gúmmímottur.
Nouveau Renault KADJAR Support multifonction sur appui-tête

Fjölnota standur á höfuðpúða

Auðvelt er að festa þennan fjölnota stand á höfuðpúða og hann gerir farþegum kleift horfa á efni í spjaldtölvu á þægilegan máta, leggja frá sér hluti eða hengja upp flík.

Ferðavörur


... til að fara með það sem þú vilt, þangað sem þú vilt...

Þessir aukahlutir eru ennþá fljótlegri í uppsetningu og auðveldari í notkun og uppfylla allar öryggiskröfur.


																						Nouveau Renault KADJAR Gamme attelages

Ýmsar tegundir dráttarbeisla

dráttarbeislin okkar, hvort sem um er að ræða beisliskúlur eða króka sem hægt er að taka af án verkfæra eða fella saman, eru ryðvarðir og uppfylla ýtrustu kröfur um öryggi og endingu.

																						Nouveau Renault KADJAR Barres de toit et coffre de toit

Þakbogar og farangursbox

Auðvelt er að setja þakbogana upp án verkfæra með þægilegum QuickFix-festingum. Þeir gera þér kleift að festa aðra aukahluti á þakið eins og hjólafestingar, skíðafestingar eða farangursbox.
Nouveau Renault KADJAR Porte-vélos

Hjólafestingar

Auðvelt er að setja upp og nota hjólafestingar sem auðvelda þér að flytja búnað með öruggum hætti

Vernd


... með fyllsta öryggi.

Verðu eigur þínar betur en nokkru sinni fyrr með sérsniðnum eiginleikum.


																						Nouveau Renault KADJAR Protections de coffre

Hlífar í farangursrými

Einingaskipt hólf og hlífar fyrir farangursrýmið veita góða vernd fyrir gólfteppið í jeppanum. Þægilegt í notkun, uppsetningu og þrifum.

																						Nouveau KADJAR Alarme

Þjófavarnarkerfi

Kerfið greinir þegar reynt er að komast inn í bílinn til að koma í veg fyrir að bílnum, eða hlutum úr farþegarýminu, sé stolið.

																						Nouveau KADJAR Chaînes à neige

Snjókeðjur

Þægilegt er að setja snjókeðjurnar upp og þær eru einfaldar í notkun. Þær tryggja öryggi, veggrip og þægindi þegar ekið er við erfiðar aðstæður að vetrarlagi.

Langar þig til að keyra nýja Renault KADJAR?