Kadjar

Skoðaðu bílinn

Renault Kadjar

Verð frá:

4.550.000 kr.

Renault KADJAR


HÖNNUN

Ferðastu með stíl...Skerðu þig úr

Nýr og uppfærður KADJAR er sterkbyggður í útliti en býr jafnframt yfir glæsilegu og þægilegu innanrými.

LED-framljós og -afturljós, uggalaga loftnet, vandað grill, sterkbyggð framgrind og 19" álfelgur gefa bílnum áberandi útlit.

Nostur við smáatriði og vönduð áferð í innanrými gefa jeppanum fágað yfirbragð. Nýr KADJAR er notendavænn og útbúinn nýrri tegund af miðstokki þar sem hægt er að koma fyrir 7" snertiskjá með langsniði.

Akstur

... farðu ótroðnar slóðir...


Gerðu hvern dag að ævintýri

Öflug vél, fjórhjóladrif og falleg hönnun gera nýjan KADJAR að bíl þar sem fullkomið jafnvægi ríkir á milli afkasta, sparneytni og hefðbundinna aksturseiginleika.

Upphækkun veitir mikla hæð frá jörðu og þrjár akstursstillingar, 4x4, 4x2 Extended Grip og 4x2, gera nýjum KADJAR kleift að koma þér lengra en nokkru sinni fyrr.

Með vistakstri getur þú hámarkað eldsneytisnýtingu þína við akstur í torfærum.

Innanrými

... án þess að fórna þægindunum...Njóttu ferðalagsins

Upphækkuð sæti sem hægt er að lengdarstilla, USB-tengi, hita- og loftstýring í fram- og afturrými, sæti sem leggjast niður og hugvitsamlegt geymslurými.

Nýr KADJAR aðlagar sig að þínum lífsstíl og býður upp á ýmis þægindi í farþegarými.

Þetta er jeppi með nýjustu tækni, Bose®-hljóðkerfi, bílastæðaaðstoð og R-LINK 2. Ekki má gleyma Renault EASY CONNECT sem gerir þér kleift að tengja bílinn við snjallsímann ... og einfalda þannig lífið.

Öryggi og áreiðanleiki

... á áhyggjulausu ferðalagi.


Áhyggjulaus akstur

Nýr KADJAR er útbúinn háþróuðum öryggisbúnaði eins og virkri neyðarhemlun sem varar við þegar hætta á árekstri greinist.

Árekstraröryggi jeppans er með því besta sem gerist fyrir bæði farþega og gangandi vegfarendur.

Með aðstoð upplýsinga frá ratsjám og myndavélum leiðbeinir nýr KADJAR þér í hvaða aðstæðum sem er, hvort heldur sem er við langan akstur á þjóðvegum eða þegar lagt er í þröng bílastæði.

Langar þig til að keyra nýja Renault KADJAR?