Renault KOLEOS Búnaðarlýsing

Litaval


Búnaðarlýsing

X-TRONIC sjálfskipting

Með nýju X-TRONIC-sjálfskiptingunni er vélarafl Renault KOLEOS allt að 170 hestöfl ef hann er bensínknúinn, en 175 hestöfl ef hann er dísilknúinn. Akstursánægjan er einstök enda bíllinn bæði lipur og viðbragðsgóður.

Nýi Renault KOLEOS-bíllinn, með 5* í EURONCAP-prófinu

EURONCAP-prófið, sem byggist á evrópskum öryggisviðmiðum, felur í sér fjórþætt mat á ökutækjum: öryggi fullorðinna, öryggi barna, öryggi gangandi vegfarenda og þeirri tækni sem notuð er til að stuðla að öryggi í bílnum. Nýi Renault KOLEOS-bíllinn fékk 5* á prófinu, þ.e. hæstu einkunn. Til að tryggja öryggi þitt hafa verkfræðingarnir okkar komið fyrir fyrsta flokks öryggisbúnaði sem ýmist krefst aðgerða eða virkar sjálfkrafa: loftpúðum, akstursaðstoð, forstrekkjurum öryggisbelta og stuðurum og vélarhlíf sem lágmarka skaða í árekstrum við gangandi vegfarendur ... Allt svo að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur undir stýri!

Gerðu kröfur um gæði

Aktu af sjálfsöryggi. Til að fullvissa þig um að ökutækið sé í algjörum sérflokki höfum við látið framkvæma ýmis aksturspróf sem spanna næstum milljón kílómetra!

Margmiðlun

R-LINK 2: Stjórnaðu öllu á snertiskjánum

Notaðu aðeins eitt viðmót til að stjórna öllum eiginleikum nýja Renault KOLEOS-bílsins. Nýi 8,7 tommu (22 cm) lóðrétti snertiskjárinn tengist R-LINK 2 og gerir þér kleift að slá inn staðsetningar, hlusta á útvarpið, nota forritin þín og margt fleira.

Öryggi

Visio System: ný kynslóð aðstoðarökumanna

Með Visio System færðu bestu akstursaðstoð sem völ er á. Ofarlega á framrúðunni er myndavél með sérstakri tækni sem greinir ýmsa þætti í umhverfinu og varar þig við með þrenns konar hætti: 
  • Hraðakstursviðvörun með umferðarskiltagreiningu 
  • Viðvörun ef þú ferð yfir veglínur 
  • Bílljósin stilla sig sjálfkrafa í samræmi við aðstæður.

Easy Park-aðstoð: Leyfðu bílnum að sjá um vinnuna

Leggðu auðveldlega í stæði milli tveggja bíla. Easy Park-aðstoð notar nokkra nema að framan, aftan og til hliðar ásamt baksýnismyndavélinni til að meta ástandið þegar þú leggur í stæði, reikna út stærð lausa svæðisins og aðstoða þig við aksturinn. Þú þarft einungis að stjórna bensíngjöfinni, hemlunum og hraðanum.

Nýttu þér háþróaða tækni

Í nýja Renault KOLEOS-bílnum byggist allt á nýjungum, meðal annars hvernig þú ekur bílnum. Nýja tæknin auðveldar þér aksturinn og byggist alfarið á hönnun sem auðvelt er að tileinka sér með innsæinu. Aldrei hefur verið jafnauðvelt að halda öruggri fjarlægð frá öðrum bílum, laga birtuna að aðstæðum, hemla við neyðaraðstæður og leggja bílnum.

Fjarstýrður afturhleri

Nemi á stuðaranum gerir þér kleift að opna farangursrýmið á einfaldan hátt með því einu að hreyfa fótinn. Mjög sniðugt þegar þú ert með fangið fullt!

Blindsvæðisskynjari: Víkkaðu sjónsviðið!

Skiptu örugglega um akrein: Með því að nota blindsvæðisskynjarann geturðu verið handviss um að engar hættur leynist á veginum. Í nýja Renault KOLEOS-bílnum er nemi í baksýnisspeglinum sem nemur nálæg ökutæki á blindsvæðinu og varar þig við með ljósmerki í baksýnisspeglinum.

Öryggisviðvörun vegna fjarlægðar og neyðarhemlun: tækninýjungar sem gera aksturinn ennþá öruggari …

Framarlega í bílnum er ratsjá sem varar þig við ef þú viðheldur ekki nægilegri fjarlægð frá bílnum sem er á undan þér. Ef kerfið greinir hættu á árekstri og þú nærð ekki að bregðast við í tæka tíð tekur neyðarhemlunin af skarið og hemlar.

Brekkuaðstoð: Andaðu rólega!

Nú þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af gangsetningu í miklum bratta! Í nýja Renault KOLEOS-bílnum innleiddum við sérstaka tækni sem reiknar út vegarhalla og bregst við í gegnum bremsuna svo að þú fáir tíma til að taka rólega af stað í miklum halla.