Koleos

Hvert sem haldið er

Renault KOLEOS HZG

Verð frá:

7.190.000 kr.

Hvert sem haldið er

Heillandi og öflug hönnun

Bílinn er með sterkbyggða lögun, kraftmikla framhlið, einkennandi Pure Vision LED-ljós og straumlínulagaðar línur með krómskreytingum. Renault KOLEOS vekur athygli hvert sem þú ferð. Farðu þinna leiða með sjálfsöryggi.
Renault KOLEOS – Fremra farþegarými séð frá hlið

Ferðastu á fyrsta farrými

Rúmgott farþegarými, fjöldi geymsluhólfa, hiti í sætum fyrir alla, stemmningslýsing sem hægt er að stilla, stór opnanlegur þakgluggi ... Þér líður vel í Renault KOLEOS.

Myndir

ALL MODE 4x4-i tækni

Nýja Renault KOLEOS 4x4 4WD-bílnum líður vel jafnt á berangri sem í snjó, á sendnu undirlagi sem malbiki, og öryggi þitt og ánægja eru ævinlega í fyrirrúmi. Með ALL MODE 4x4-i-tækninni geturðu valið ólíka gírskiptingamöguleika eftir aðstæðum hverju sinni: sjálfskiptingu, 2WD eða læsta, tvöfalda gírskiptingu sem dreifir álaginu á milli fremri og aftari öxuls til að hámarka aflið.

Það er eðlilegt að þú fallir fyrir kraftmiklum og straumlínulöguðum útlínunum

Nýr Renault KOLEOS er ósvikinn jeppi og sker sig svo sannarlega úr. Sterkbyggð lögun, afgerandi og kraftmikil framhlið, afar rúmgóð sæti, straumlínulagaðar línur með krómskreytingum og einkennandi LED-ljósin – bíllinn vekur hvarvetna eftirtekt og aðdáun. Fáðu þér sæti og sláðu í makindum inn áætlaða leið.


Innra byrði

Fágað og öruggt farþegarými

Glæsileg áferð þar sem hugað hefur verið að hverju smáatriði í efnisvali og útliti … Nýr Renault KOLEOS sameinar allt það besta í tækni og hönnun. Bíllinn er einstaklega bjartur, glerþakið er vítt og hleypir inn mikilli birtu, innbyggt í bílinn er 8,7 tommu (22 cm) snertiskjár, 7 tommu (18 cm) TFT-skjár og framúrskarandi Bose Surround-hljóðkerfi. Allt leggst þetta á eitt til að gera hverja ökuferð að ævintýralegri upplifun.

Láttu fara vel um þig í rúmgóðu farartæki

Dyrnar á nýja Renault KOLEOS-bílnum eru afar stórar og víðar og því auðvelt að komast inn í rúmgott farþegarýmið. Framsætin eru með nuddstillingu og upphituð og loftræst eftir þínum smekk. Farþegar í aftursætum njóta þess að hafa afar stórt og mikið rými. Þér bjóðast ótal möguleikar til að setja þinn brag á innréttingu bílsins. Sætisarmurinn í miðjunni er færanlegur, hentugur og þægilegur.

Veldu EASY BREAK-kerfið

Með þessum búnaði má sérsníða farangursrýmið í nýja Renault KOLEOS-bílnum á ýmsa vegu. Sætin má leggja niður á einu augabragði og nýta gólfrýmið eftir þörfum.