Renault MEGANE R.S.: búnaður

Litaval


Aksturseiginleikar

Einstakur búnaður


Til að veita framúrskarandi stýringu hafa verkfræðingar Renault Sport endurbætt grundvallaratriðin sem komu svo vel út í MEGANE R.S.
  • Sjálfstæði framöxullinn var hannaður alveg upp á nýtt. Hann er úr áli, léttur og endingargóður og því enn sterkari.
  • Ný tregðulæsing frá Torsen, sem fæst með Cup-undirvagni, dreifir togi við hröðun og hemlun til að aðlaga hreyfanleika og nákvæmni að framöxlinum.
  • Hemlabúnaðurinn er í sömu hæð og nýja vélin og er útbúinn nýjum 355 mm Brembo-diskum og diskum úr blöndu af steypujárni og áli, sem eru í boði sem aukabúnaður með Cup-undirvagni.
Renault MEGANE R.S. – 4CONTROL-tækni

4CONTROL-tækni

Fyrstur í flokki sambærilegra bíla býður MEGANE R.S. upp á 4CONTROL-kerfið með fjögurra hjóla stýringu sem er sérstaklega stillt fyrir Renault Sport.
Niðurstaðan er liprari akstur í þröngum beygjum og framúrskarandi stöðugleiki þegar ekið er um hlykkjótta vegi á miklum hraða.
Renault MEGANE R.S. – Tvær tegundir af undirvagni: Sport eða Cup

Tvær tegundir af undirvagni: Sport eða Cup

Sport-undirvagninn er hugsaður fyrir daglega notkun og sameinar líflegan akstur og þægindi. Cup-undirvagninn er stífari og hannaður eins og fyrir kappakstursbíl.
Gormar, demparar, höggstopparar, veltigrind o.fl. Renault Sport-sérfræðingar okkar hafa hannað sérhvern íhlut vandlega og aðlagað stillingar að tegund undirvagns.
Renault MEGANE R.S. – Vökvaknúin þjöppunarstöðvun höggdeyfa

Vökvaknúin þjöppunarstöðvun höggdeyfa

Bæði Sport- og Cup-undirvagnar eru með vökvaknúinn stöðvunarbúnað í fjórum einingum sem virkar eins og viðbótardempari.
Með Cup-undirvagni veitir þetta framúrskarandi veggrip við allar aðstæður. Með Sport-undirvagni veitir þetta meiri þægindi en áður hafa sést í flokki sambærilegra bíla, án þess að það bitni á sportlegu yfirbragðinu.

Tækni

R.S. Vision

Öflug R.S. Vision-aðalljósEinstök margspegla LED-tækni okkar veitir framúrskarandi lýsingu. Viðbótarljósum MEGANE R.S. er skipt í einingar sem líkjast köflóttu mynstri, með skírskotun í fána á kappakstursbrautum, og fela í sér fjóra eiginleika: þokuljós, beygjuljós, stöðuljós og öflug háljós.

R.S. Monitor

R.S. MonitorR.S. Monitor birtir upplýsingar um afköst í rauntíma á skjá R-LINK 2-kerfisins. Góð og notendavæn hönnun gera notkun þess enn auðveldara. Til að veita enn betri upplifun gerir R.S. Monitor Expert þér kleift að skrá akstursleiðir til að greina þær eða deila á samfélagsmiðlum.

R.S. Drive

MULTI-SENSE og R.S. DriveSérsniðin akstursupplifun! Með MULTI-SENSE-tækninni og R.S. Drive-hnappinum getur þú skipt á milli Sport-stillingar og Race-stillingar á augabragði. 

Margmiðlun

Renault MEGANE R.S. – R-LINK 2-margmiðlunarkerfi

R-LINK 2-margmiðlunarkerfi

Útvarp, leiðsögn, akstursaðstoð ... R-LINK 2-margmiðlunarkerfið gerir þér kleift að nýta alla eiginleika bílsins á þægilegan hátt.
Renault MEGANE R.S. - R-LINK Store

R-LINK Store

Þú getur endurbætt R-LINK 2-kerfið með því að tengjast R-LINK Store þar sem finna má fjölbreytt úrval forrita sem eru sérstaklega hönnuð til notkunar í bílum.
Renault MEGANE R.S. – Bose®-hljóðkerfi

Bose®-hljóðkerfi

Fjórir einstaklega skarpir Bose®-hátalararnir og bassaboxið í MEGANE R.S. bjóða upp á framúrskarandi tónlistarupplifun.

Öryggisbúnaður

Renault MEGANE R.S. – Sjálfvirkur hraðastillir

Sjálfvirkur hraðastillir

Haltu öruggri fjarlægð frá öðrum ökutækjum. Þegar ekið er á milli 50 km/klst. og 150 km/klst. stillir sjálfvirkur hraðastillir hraðann með því að virkja hemlana eða inngjöfina.
Renault MEGANE R.S. – Virk neyðarhemlun

Virk neyðarhemlun

Ef hætta er á árekstri við bílinn á undan er umsvifalaust látið vita með ljós- og hljóðmerkjum. Ef þú bregst ekki við með fullnægjandi hætti bremsar MEGANE R.S. í þinn stað til að forðast eða draga úr áhrifum væntanlegs áreksturs.
Renault MEGANE R.S. – Akreinaskynjari

Akreinaskynjari

Er langt og tilbreytingarlaust ferðalag framundan? MEGANE R.S. aðstoðar þig við að halda athyglinni við aksturinn. Frá 70 km/klst. láta ljós- og hljóðmerki vita ef bíllinn fer óviljandi yfir heila eða brotna akreinalínu.
Renault MEGANE R.S. – Umferðarskiltagreining

Umferðarskiltagreining

MEGANE R.S. getur greint umferðarskilti og upplýsingar á þeim og lætur þig vita ef þú ferð yfir leyfilegan hámarkshraða. Upplýsingarnar eru jafnframt uppfærðar á sjónlínuskjánum þegar það rignir eða vegaframkvæmdir eiga sér stað.