Tækni sem stuðlar að sportlegum akstri

Renault MEGANE R.S. Trophy

Lífið varð skyndilega meira spennandi

Haltu í hefðirnar

Renault MEGANE R.S. Trophy

Öflugri!

Bílinn nær að allt að 300 hö. með 1,8 l vél með forþjöppu og beinni innspýtingu, sem búin er nýrri forþjöpputækni að hætti Formúlu 1-bíla. Í fyrsta skipti býður Renault MEGANE R.S. Trophy upp á tvo gírskiptingavalkosti: Beinskiptingu (400 Nm) og EDC-sjálfskiptingu (420 Nm).
Renault MEGANE R.S. Trophy

Einstakur hljómur

Renault MEGANE R.S. Trophy er með útblásturslínu sem er sérstaklega hugsuð til að auka afköstin. Í gegnum vélknúinn loka streymir úttak í samræmi við þá akstursstillingu sem valin er í MULTI-SENSE. Þegar lokinn er opinn veitir hann mest hljóðafl og afköst en lokaður tryggir hann hámarksþægindi.

Hannaður af mikilli vandvirkni

Búnaður

Búnaður til að tryggja afköst
Cup-undirvagn er staðalbúnaður í Renault MEGANE R.S. TROPHY svo hann hentar sérstaklega vel fyrir sportlegan akstur. Aðalsmerki hans er vélrænt Torsen®-mismunadrifið.

Nýjasta kynslóð af Recaro®-sætum gerir þér kleift að lækka aksturstöðu niður í allt að 20 mm. Stíf skel utan um höfuðpúða og Alcantara®-áklæðið stuðla jafnframt að framúrskarandi stuðningi við ökumann.

Það fer ekki á milli mála að ekið sé um á Renault MEGANE R.S. TROPHY með 19'' FUJI Light-felgum og Bridgestone® Potenza S007 hjólbörðum (aukabúnaður) eða S001-hjólbörðum með 19'' þrítóna Jerez-felgum (staðalbúnaður). Bíllinn er með nýja hemla úr áli og steypujárni og Brembo®-hemlaklafa til að tryggja trausta hemlun.

Tækni

Bestu tæknieiginleikar Renault Sport
Renault MEGANE R.S. TROPHY býður upp á alla bestu eiginleika Renault Sport:
  • 4CONTROL sem veitir framúrskarandi lipran akstur
  • Ræsistýringu sem tryggir öfluga gangsetningu
  • Margfaldar gírskiptingar þegar gírað er niður sem auðvelda hröðun út úr beygjum
Ekki má gleyma einum helsta styrkleika undirvagns Renault Sport í gegnum árin: sjálfstæður framöxull sem veitir betri stjórnun á hreyfanleika bílsins í beygjum.