Stígðu inn í veröld Renault TALISMAN

Styrkleikar

Þú getur slakað á í Renault TALISMAN. Þessi nýja kynslóð sedan-bíls er framúrskarandi þægileg, enda útbúin haganlega hönnuðum sætum og nýstárlegum hátæknibúnaði. Innanrýmið er rúmgott og gerir þér kleift að slaka alveg á.

Litaval


MULTI-SENSE og 4CONTROL

Ánægjulegur akstur

Upplifðu óviðjafnanlegan akstur. Bílinn sameinar þægindi og stöðugan akstur.

4CONTROL: skiptu yfir í fjögurra hjóla stýringu

4CONTROL-undirvagninn veitir framúrskarandi svörun og stöðugleika. Kerfið stillir stöðu hjólanna á Renault TALISMAN meira en 100 sinnum á sekúndu. Með þessari stýringaraðstoð er hægt að ná mjög litlum beygjuradíus, allt að 3,5° að aftan. Þar með verður þessi fágaði sedan-bíll jafn lipur og lítill borgarbíll. Í akstri veitir hann frábært veggrip, auk þess sem hann er framúrskarandi í stýri.
Renault TALISMAN – Nærmynd af MULTI-SENSE stjórntækjum

MULTI-SENSE: hagaðu akstrinum að vild

Þægindi og akstursupplifun eftir þínu höfði. Svörun vélarinnar, fjöðrun, næmi 4CONTROL-undirvagnsins, stemmning í innanrými, styrkur nudds í sætinu o.fl. Þú stjórnar öllu með MULTI-SENSE. Gagnvirk stjórntæki veita nýja akstursupplifun.

Þægindi

Notalegt innanrými

Njóttu þess að vera í rúmgóðu innanrýminu. Mikil lofthæð, lúxusframsæti og ríflegt fótapláss í afturrými gera Renault TALISMAN sérstaklega þægilegan.

Renault TALISMAN býður ykkur velkomin

Renault TALISMAN þekkir þig þegar þú nálgast hann. Það kviknar á dagljósum og ljósum í farþegarými, hliðarspeglarnir ganga út og stemmningslýsingin kviknar. Sætin fara í síðustu stillingu sem var valin og snertiskjárinn heilsar. Þegar komið er á áfangastað fer ökumannssætið aftur um 5 cm til að auðvelda þér að stíga út úr bílnum. Þegar þú fjarlægist bílinn læsist Renault TALISMAN sjálfkrafa og blikkar einkennandi ljósunum einu sinni.

Margmiðlun

R-LINK 2-margmiðlunarkerfi

Kynntu þér nýja kynslóð af innbyggðu margmiðlunarkerfi. Nýi R-LINK 2-snertiskjárinn er haganlega felldur inn í mælaborðið. Hann er notendavænn og býður upp á tengimöguleika sem gera þér kleift að stjórna öllum aðgerðum Renault TALISMAN á einum stað.

R-LINK 2: skemmtilegri akstur

Einfalt og notendavænt viðmót R-LINK 2 gerir þér kleift að sérsníða sérhvert atriði innanrýmisins á 8,7 tommu skjánum. Þú getur valið lit fyrir stjórnskjáinn, hvaða upplýsingar eru birtar og birtingarsnið þeirra. Þú getur þú stillt allt eins og þú kýst helst, hvort sem um er að ræða upphafssíðu, útvarp, leiðsögn, hita- og loftstýringu, sæti eða MULTI-SENSE. Með Android Auto™ og Apple Carplay™ getur þú notað símaforrit frá Apple eða Android sem henta til notkunar við akstur á skjá R-LINK 2. Aldrei hefur verið þægilegra og skemmtilegra að birta ferðaáætlun, hringja símtöl, lesa og lesa fyrir skilaboð eða hlusta á tónlist.
Renault TALISMAN – Upphafsskjámynd R-LINK 2

Nýstárlegir eiginleikar

Í kerfinu er fjöldi gagnlegra eiginleika sem eru flokkaðir eftir tegund. Með því að opna leiðsagnareiginleikann má nálgast TomTom-kortaforritið. Þú getur nálgast tónlist úr fartækjum, myndir og myndbönd** með því að opna margmiðlunareiginleikann. Símaeiginleikinn virkjar handfrjálsa stillingu um Bluetooth og lestur SMS-skilaboða. Þú getur breytt valkostum og stillt akstursaðstoð með aksturseiginleikanum. Loks veitir forritaeiginleikinn aðgang að forritum og tengdri þjónustu Renault sem er sérstaklega ætlað fyrir notkun við akstur eða aðgang að R-LINK Store.
Renault TALISMAN – Tengimöguleikar R-LINK 2

Tenging við allar aðstæður

Með Bluetooth-tengingu getur R-LINK 2-margmiðlunarkerfið tengst snjallsímanum þínum um leið og þú sest inn í Renault TALISMAN. Þú getur hlaðið fartækin þín með USB-tengjum við fram- og aftursætin. Þú getur hlustað á tónlistina þína með USB-tengjum, SD-kortarauf eða um Aux-tengi. Til að tryggja hámarksöryggi hefur þú möguleika á að stýra margmiðlunarkerfinu með raddskipunum. Eiginleikar fyrir upplestur á SMS-skilaboðum og texta gera þér kleift að nálgast SMS-skilaboð og tölvupósta án þess að líta af veginum.
Renault TALISMAN – Tengimöguleikar R-LINK 2

R-LINK Store

Í R-LINK Store má finna forrit sem eru sérstaklega hönnuð til notkunar í Renault TALISMAN. Þú getur fundið þau í gegnum R-LINK 2-snertiskjáinn eða í tölvunni þinni heima á svæðinu „Mitt Renault“. Fáðu áskrift að TomTom Traffic til að nálgast uppfærð kort af Evrópu. Einnig getur þú nýtt þér þriggja mánaða ókeypis aðgang að Coyote Series, virkasta samfélagsmiðlasvæði ökumanna (fer eftir landi) til að fá rauntímaupplýsingar um uppákomur á leiðinni.

Kynntu þér málið!

Skoðaðu alla eiginleika og mögulega á sérsniði R-LINK 2 með því að skoða gagnvirka kynningu.

Tækni

Tæknilegur akstur

Njóttu lífsins í Renault TALISMAN. Hann er útbúinn með nýjustu tæknieiginleikum til að tryggja vellíðan þína.

Bílastæðaaðstoð

Þarftu að bakka í stæði? Leyfðu bílastæðaaðstoðinni að taka stjórnina. Hún reiknar út staðsetningu og velur akstursleiðina. Þú þarft einungis að stjórna bensíngjöfinni, hemlunum og hraðanum. Á bílnum eru nemar að framanverðu, aftanverðu og til hliðanna, auk baksýnismyndavélar. Þannig nýturðu verndar allan hringinn gegn árekstrum við fyrirstöður eða önnur ökutæki.

Öryggisbúnaður

Fáðu aðstoð við aksturinn

Þú getur ekið áhyggjulaus í hinum örugga Renault TALISMAN.

Renault TALISMAN, 5* í EURONCAP-prófinu

EURONCAP-prófið, sem er evrópskt öryggisviðmið, felur í sér fjórþætt mat á ökutækjum: öryggi fullorðinna, öryggi barna, öryggi gangandi vegfarenda og öryggisbúnaður. Renault TALISMAN fékk 5* á prófinu, þ.e. hæstu einkunn. Til að tryggja öryggi þitt hafa verkfræðingarnir okkar komið fyrir fyrsta flokks akstursöryggis- og árekstraröryggisbúnaði: loftpúðum, forstrekkjurum öryggisbelta, stuðurum og vélarhlíf sem lágmarkar skaða í árekstrum við gangandi vegfarendur og háþróuðum akstursaðstoðarkerfum. Allt svo þú þurfir ekki að hafa áhyggjur við aksturinn!

Aukahlutir

Innra byrði

Ytra byrði

*Aðeins í boði með EDC-sjálfskiptingu.

**Mælt er með því að stöðva bílinn þegar myndir og myndbönd eru skoðuð.