Stígðu inn í veröld Renault TALISMAN Grandtour

Styrkleikar

Litaval

Talisman Grandtour

MULTI-SENSE og 4CONTROL

Ánægjulegur akstur

Virkjaðu fjögurra hjóla stýringu með 4CONTROL

Með beygjuradíus yfirleitt sést aðeins á smábíl er leikur einn að ferðast um þröngar götur miðbæjarins. Með 4CONTROL beygja afturhjólin allt að 3,5° og veita þér þannig lipurð og nákvæmni í daglegum akstri. Þetta tryggir frábæran hreyfanleika, viðbragð og stöðugleika við allar kringumstæður og gerir akstursupplifunina tíu sinnum betri.

Þægindi

Notalegt innanrými

Renault TALISMAN býður ykkur velkomin

 Renault TALISMAN þekkir þig þegar þú nálgast hann. Það kviknar á dagljósum og ljósum í farþegarými, hliðarspeglarnir ganga út og stemmningslýsingin kviknar. Sætin fara í síðustu stillingu sem var valin og snertiskjárinn heilsar. Þegar komið er á áfangastað fer ökumannssætið aftur um 5 cm til að auðvelda þér að stíga út úr bílnum. Þegar þú fjarlægist bílinn læsist Renault TALISMAN sjálfkrafa og blikkar einkennandi ljósunum einu sinni.

Tækni

Tæknilegur akstur

Akstursaðstoð

Njóttu lífsins í Renault TALISMAN. Hann er útbúinn með nýjustu tæknieiginleikum til að tryggja vellíðan þína.

  • Akreinaskynjari
  • Viðvörun til að halda öruggri fjarlægð
  • Blindsvæðisskynjari
  • Hraðakstursviðvörun með umferðarskiltagreiningu
  • Bílastæðaaðstoð
  • Sjálfvirka skiptingu á milli hárra og lágra ljósa
  • Sjálfvirkur hraðastillir
  • Virk neyðarhemlun (AEBS)

Margmiðlun

Tengimöguleikar með R-LINK 2-snertiskjánum

Hægt er að sérstilla R-LINK 2 allt niður í minnstu smáatriði

Þú getur stjórnað öllum eiginleikum Renault TALISMAN Grandtour á stórum 8,7 tommu (eða 22 mm) snertiskjá R-LINK 2-kerfisins. Hægt er að vista allt að sex snið sem þú velur til að tryggja skjótan aðgang að viðkomandi margmiðlunarefni, kjörstillingum aksturs eða stillingu akstursaðstoðar. Upphafssíða, útvarp, hita- og loftstýring, stillingar sæta og MULTI SENSE. Með Android Auto™ og Apple Carplay™ getur þú opnað forrit úr snjallsímanum þínum, sem henta við notkun undir stýri, á stóra R-LINK 2-snertiskjánum.

Öryggisbúnaður

Aktu með ró

Visio System

Með Visio System færðu bestu akstursaðstoð sem völ er á. Ofarlega á framrúðunni er myndavél með sérstakan hugbúnað sem greinir upplýsingar í umhverfinu og varar þig við með þrenns konar hætti: - Hraðakstursviðvörun með umferðarskiltagreiningu
  • Viðvörun ef þú ferð yfir veglínur
  • Sjálfvirk skipting á milli hárra og lágra ljósa

*Aðeins í boði með EDC-sjálfskiptingu.

**Mælt er með því að stöðva bílinn þegar myndir og myndbönd eru skoðuð.


Aukahlutir

Innra byrði

Ytra byrði