Þak, baksýnisspeglar, hlífðarplötur – leiktu þér með litasamsetningar fyrir CAPTUR.
PAKKAR FYRIR INNANRÝMI
… og innanrými
Gerðu innanrýmið að þínu. Allt frá áklæði til sætisarma yfir í miðhluta mælaborðsins getur þú valið Signature-pakka með þremur glæsilegum litum (saffran-appelsínugulur, grár og sementsgrár*) eða sett þinn blæ á innanrýmið með fjórum útlitshönnunarpökkum (sæblár, ljósblár, chilipiparrauður og saffran-appelsínugulur).
HÖNNUN INNANRÝMIS
Bylting
Hugvitssamlegt ökumannsrými með 9,3" margmiðlunar- og snertiskjá sem snýr að ökumanni, 10,2" stafrænu mælaborði, miðstokki með nýstárlegri „E-shift“ gírstöng – hér finnurðu tæknilegt innanrými með einstakt útlit.
Krafa um gæði
Hágæðaefni, satínmjúk áferð, þægileg sæti. Fáðu þér sæti í hlýlegu rými þar sem gæðin ráða ríkjum.
Hugvitssamlegt geymslurými
Hanskahólf, geymsluhólf í sætisarmi í miðju, miðstokki og hurðum nýtast vel til að gera aksturinn sem þægilegastan!
Stærri og þægilegri
Nýttu þér mesta geymslurýmið í flokki sambærilegra bíla, allt að 536 l, og einstaka einingaskiptingu með aftursæti sem hægt er að renna fram og aftur og leggja niður.
Margmiðlunarkerfi með Renault EASY CONNECT
Ný margmiðlunarkerfi með sjálfvirkri uppfærslu birta efnið sem þú vilt sjá á stórum 9,3" snertiskjá. Leit að áfangastað með Google leit einfaldar þér lífið frá degi til dags.
Þægindi og hugvitssamlegur búnaður eru hönnuð til að veita þér hámarksþægindi.
Rúmgott farangursrými og einingaskipt aftursæti
Nýttu þér mesta geymslurýmið í flokki sambærilegra bíla, allt að 536 l, og einstaka einingaskiptingu með aftursæti sem hægt er að renna fram og aftur. Alls getur CAPTUR verið með 1275 l geymslurými með því að leggja aftursætin niður og renna þeim fram um 16 cm.
Fjöldi geymsluhólfa
Hanskahólf, geymsluhólf í sætisarmi í miðju, miðstokki og hurðum nýtast vel til að gera aksturinn sem þægilegastan!
Rafrænn stöðuhemill
Rafrænn stöðuhemill auðveldar þér lífið. Hann virkjast sjálfkrafa þegar drepið er á bílnum og losnar þegar stigið er á inngjöfina..
Þráðlaus hleðsla fyrir snjallsíma
Þökk sé þráðlausa hleðslutækinu geturðu sett símann í hleðslu með einu handtaki.
MULTI-SENSE
MULTI-SENSE gerir þér kleift að sérstilla CAPTUR eftir því sem hentar hverju sinni með þremur akstursstillingum og átta litastillingum fyrir stemningslýsingu.
Þakgluggi með gleri
Þakglugginn í CAPTUR er með fimm stillingar til að hleypa birtu í innanrýmið.
Bose®-hljóðkerfi
Renault og BOSE bjuggu til kerfi sem er sérstaklega hannað fyrir CAPTUR. BOSE®-hljóðkerfið er með átta hátalara og Fresh Air-bassahátalara sem eru haganlega felldir inn í rýmið og veita óviðjafnanlega tónlistarupplifun.
Renault EASY CONNECT
Haltu sambandi á ferðinni
Í CAPTUR ertu með yfirsýn yfir ferðirnar þínar og fjölda margmiðlunareiginleika innan seilingar.
EASY LINK-kerfi
EASY LINK-kerfið í bílnum býður upp á margmiðlunarkerfi sem hægt er að sérsníða, sem er hugvitssamlegt og þægilegt í notkun og með háskerpusnertiskjá sem getur verið allt að 9,3", sá stærsti í flokki sambærilegra bíla.
Leit að heimilisföngum með Google
Þarftu að skipuleggja dvöl á Akureyri eða velja ítalskan veitingastað í Reykjavík? Finndu réttan áfangastað með ítarlegum upplýsingum um yfir 100 milljónir áhugaverðra staða sem finna má á Google.
Tenging snjallsíma við CAPTUR
Með eiginleikum Android Auto™ eða Apple Carplay™ geturðu birt forrit úr snjallsímanum á skjá EASY LINK í CAPTUR. Stjórnaðu snjallsímanum með raddskipunum eða á stóra EASY LINK-skjánum.
MY Renault-forritið
Með MY Renault-forritinu geturðu stjórnað CAPTUR úr snjallsímanum. Innbyggður staðsetningarbúnaður auðveldar þér að finna bílinn. CAPTUR gerir daglegt líf auðveldara!
Sjálfvirkar uppfærslur
Með sjálfvirku uppfærsluþjónustunni fær EASY LINK-kerfið í CAPTUR sjálfvirkar uppfærslur í þrjú ár. Þó að 15% af vegum taki breytingum frá ári til árs getur þú því nýtt þér nýjustu kortaupplýsingar sem eru í boði til að geta ferðast áhyggjulaus í CAPTUR.
Renault EASY DRIVE
Einfaldaðu ferðalögin
Kynntu þér innbyggða tækni sem aðstoðar þig við daglegt líf.
Bílastæðaaðstoð
Finnst þér snúið að leggja í stæði? Nú er það ekkert mál! Þegar lagt er í stæði lætur kerfið vita af hindrunum allt umhverfis bílinn og getur einnig aðstoðað við að leggja.
360°-myndavél
Það er lítið mál að koma CAPTUR fyrir með aðstoð 360°-myndavélarinnar og fjarlægðarnema á hliðum, að framan og að aftan.
Þjóðvega- og umferðaraðstoð
Þetta kerfi er virkt á hraða frá 0 til 160 km/klst. Það stjórnar hraðanum og heldur öruggri fjarlægð frá bílunum á undan auk þess að tryggja að bíllinn sé á miðri akrein. Þessi akstursaðstoð getur stöðvað bílinn sjálfkrafa og gangsetur hann aftur eftir 3 sekúndur ef ökumaður aðhefst ekkert.
Brekkuaðstoð
Þarftu að taka af stað í brekku? Ekki örvænta! Brekkuaðstoðin gefur þér aukatíma með því að halda CAPTUR í kyrrstöðu í 2 sekúndur. Farðu rólega af stað!
Sjálfvirk skipting háljósanna
Sjálfkrafa er skipt yfir í lág ljós þegar þú ekur inn í þéttbýli eða mætir eða ekur á eftir öðrum bíl.
Sjálfvirkur Stop & Go-hraðastillir
Sjálfvirkur hraðastillir gerir þér kleift að halda öruggri fjarlægð frá bílnum á undan. Í umferðarteppum getur Stop & Go-kerfið stöðvað bílinn og gangsett hann aftur eftir 3 sekúndur þegar umferðin fer aftur af stað.
ÖRYGGISBÚNAÐUR
Það besta í öryggismálum
Njóttu þess að aka með fyllsta öryggi, þökk sé akstursaðstoðarbúnaði sem er ætlað að vernda þig alla leið á áfangastað.
Virk neyðarhemlun
CAPTUR er verndarengillinn þinn og er sífellt á varðbergi gagnvart umferðinni og mögulegum hættum. Hvort sem það er skyndileg hemlun eða gangandi vegfarandi sem skýst yfir götuna lætur CAPTUR þig vita og getur jafnframt virkjað neyðarhemlun sjálfkrafa.
Viðvörun fyrir blindsvæði
Á hvorum hliðarspegli um sig er gaumljós sem lætur vita þegar ökutæki fer inn á blindsvæði CAPTUR.
Akreinaskynjari og akreinaaðstoð
Þetta kerfi er virkt á hraða frá 60 km/klst. Það lætur ökumann vita og leiðréttir stefnu bílsins ef hann gerir sig líklegan til að fara yfir akreinarlínu án þess að hafa gefið stefnuljós.
Hraðakstursviðvörun með umferðarskiltagreiningu
Þetta kerfi notar myndavél að framan til að gefa sjálfvirka viðvörun vegna hámarkshraða og leggur til að þú aðlagir aksturshraðann.
Hámarksöryggi við akstur
Ef slys ber að höndum hafa öryggissérfræðingar okkar hugsað fyrir öllu til að tryggja öryggi farþeganna: styrkt grind, sex loftpúðar, höfuðpúðar sem vernda gegn hálshnykk, öryggisbelti með forstrekkjurum og álagstakmörkun.
Þarftu meira pláss? Ferðastu án takmarkana! Einfaldaðu ferðirnar með aukahlutum sem eru hannaðir til að flytja allt sem þú þarft.
Þakbogar
Hægt er að nýta þakbogana til að flytja farm sem er allt að 80 kg, t.d. með hjólafestingum og skíðafestingum.
Inndraganlegt dráttarbeisli sem er rafknúið að hluta til
Fyrir CAPTUR er hægt að fá dráttarbeisli sem fer út og dregst inn með einum hnappi svo að hægt sé að draga aftanívagn til að auknu farangursrými.
Farangursbox
Þarftu að koma meiri farangri fyrir? Auktu geymslurýmið í CAPTUR með farangursboxi á toppinn!
HÖNNUN
Hannaðu Captur eftir eigin höfði
Hönnunaraukahlutirnir sameina útlit og notagildi. Með þeim verður CAPTUR einstakur.
Aðgönguljós á undirvagni
Ertu að leita að bílnum? Ekki eyða meiri tíma! CAPTUR lýsist upp þegar þú nálgast, eða ef þú ýtir á fjarstýringuna, til að leiðbeina þér á réttan stað.
Uggaloftnet
Uggalaga loftnetið gefur sportlegu útliti CAPTUR enn öflugra yfirbragð.
Stigbretti
Stigbrettin auðvelda farþegum að stíga inn í og út úr CAPTUR og gefa honum enn jeppalegra yfirbragð.
VERND
Nostraðu við CAPTUR
Haltu CAPTUR í góðu ástandi með fjölbreyttu úrvali þægilegra aukahluta sem nýtast á degi hverjum.
Gólfmottur úr gæðaefni
Veittu bílnum aukna vernd og fágaðra yfirbragð með mottum úr hágæðaefnum.
Sætishlífar
Verndaðu áklæði bílsins og leyfðu þínum stíl að skína í gegn. Sætishlífarnar eru sérsaumaðar fyrir sætin og með þægilegum festingum svo einfalt er að koma þeim fyrir og þrífa.
Hlífðarpakki fyrir yfirbyggingu
Góð vörn fyrir lakkið á bílnum gegn minniháttar höggum, rispum eða ítrekuðum núningi. Þessi gagnsæja filma er haganlega hönnuð og sérlega slitþolin og verndar viðkvæm svæði á bílnum.
INNANRÝMI
Lagaðu akstursupplifunina að þínum þörfum
Nýttu þér eiginleika sem eru hannaðir fyrir CAPTUR.
Þráðlaus hleðsla fyrir snjallsíma
Er rafhlaðan tóm? Auktu endinguna með því að hlaða snjallsímann með þægilegum hætti í þráðlausa hleðslutækinu.
Focal-pakkinn
Gerðu ferðalögin skemmtilegri með öflugri og meiri hljómgæðum en nokkru sinni fyrr.
Nestisborð
Er maginn tómur? Settu nestisborðið upp í aftursætum CAPTUR til að geta notið þess að gæða þér á matnum.