Búnaður og aukahlutir

Litaval


Búnaður

Þægindi

Fínstilltu ferðir þínar
Njóttu góðs af nútíma tækjum sem ætlað er að gera daglegt líf þitt auðveldara.
Renault ZOE - Geymsla
Rúmgóð geymsla
glasahaldarar, snjallsímarými með hleðslutæki, USB-tengi... Snjallar geymslulausnir gera þér kleift að skipuleggja daglegt líf um borð í Renault ZOE.
Renault ZOE - gler
Hljóðdempandi framrúða
Finnst þér gaman að keyra í ró og næði? Hljóðdempandi framrúðan hindrar utanaðkomandi hávaða og gerir þér kleift að njóta akstursins.
Renault ZOE - miðstöð
Loftkæling og loftræsting
Hafðu hitastigið ávallt eins og best verður á kosið með góðri hita- og loftsstýringu sem hægt er að aðlaga að þínum þörfum.
Renault ZOE - ljós í innrarými
LED hvelfingarljós
Verði ljós! Lýsingin í innanrými ZOE er  100% LED, eins og ljósin að utan. 
Renault ZOE - 10 "skjár ökumanns
Stillanlegur 10 "skjár ökumanns
Skoðaðu allar helstu upplýsingar um aksturinn og fáðu leiðsögn beint fyrir framan þig á 10" skjá ökumannsins.
Renault ZOE - B mode
B Mode, afslappaður akstur
Til að gera akstur auðveldari. B Mode eykur hraðaminnkun ökutækisins, sem gerir kleift að nota bremsupedalan mun minna og slaka á í akstur.
Tækni

Gerðu lífið auðveldara
Uppgötvaðu tæknina um borð í ZOE sem er hönnuð til að hjálpa þér.
Renault ZOE - Bakmyndavél og nálægðarskynjarar
Bakmyndavél og fjarægðarskynjarar
Þökk sé bakmyndavélinni og fjarlægðarskynjurum að framan og aftan, er leikur einn að leggja ZOE.
Renault ZOE - Umferðarskiltagreining
Umferðarskiltagreining
Ágiskanir heyra sögunni til! Haltu þér á löglegum hraða með snjöllu umferðarskiltagreiningunni. Kerfið greinir umferðarskilti og birtir viðeigandi hraðatakmörkun á stafrænum upplýsingaskjá.
Renault ZOE - Sjálfvirk ljós
Sjálfvirk ljós
Framljósin skipta sjálfkrafa milli láljósa og háljósa þegar ZOE greinir að ökutæki sé að koma á móti.
Renault ZOE - Sjálfvirk bremsa
Sjálfvirk handbremsa
Á sama hátt og brekkuaðstoðarkerfi geriri þér kleift að taka af stað í brekku án þess að renna aftur þá virkjast sjálfvirka handbremsan á meðan ZOE er stöðvaður á jafn sléttu.
Renault ZOE - aðgengi
Lyklalaust aðgengi og E-gírstöng
Sparaðu tíma! Renault ZOE aflæsist sjálfkrafa þegar þú nálgast hann og þú ræsir hann með því að þrýsta á Start hnappinn. Að ökuferð lokinni fer handbremsan sjálfkrafa á þegar þú slekkur á vélinni og ZOE læsist þegar þú gengur í burtu. Hversu sniðugt!
Renault ZOE - Bílastæðaaðstoð
Bílastæðaaðstoð
Kerfið tekur alfarið yfir stýrið þegar lagt er í stæði. Það lætur jafnframt vita af hindrunum sem greinast við allar hliðar bílsins með bakkmyndavél og skynjurum.
Öryggi

Njóttu afslappaðs aksturs
Eitt af markmiðunum Renault er að auðvelda ferðalag þitt með því að gera það áhyggjulaust, öruggt og hnökralaust.
Renault ZOE - led ljós
100% LED lýsing
Einkennandi Renault C-löguðu framljósin gefa ZOE krafmikinn svip. Njóttu besta skyggnisins með 100% LED ljósum að framan og aftan.
Renault ZOE - Akgreinavari
Akreinaskynjari
Frá 70 km/klst. er varað við ef bíllinn fer óviljandi yfir heila eða brotna akreinarlínu. Akreinaskynjarinn tryggir jafnframt öryggi með því að koma í veg fyrir að bíllinn fari út af veginum.
Renault ZOE - Akgreinastýring
Akreinastýring
Keyrðu beint fram! Kerfið greinir hegðun þína á bak við stýrið, ef vart verður við, hjálpar það til við að koma þér aftur inn á akreinina.
Renault ZOE - sjálfvirk neyðarhemlun
Virk neyðarhemlun
Þegar hætta á árekstri greinist heyrist hljóðmerki. Ef þú bregst ekki við fer neyðarhemlunarkerfið í gang til að forðast eða milda árekstur.
Renault ZOE - blindhornaviðvörun
Viðvörun fyrir blindsvæði
Ljósmerki í baksýnisspeglum vinstra eða hægra megin stækka sjónsvið ökumanns með því að vara við þegar ökutæki færir sig á blindsvæði bílsins.