Arkana

fæddur til að vera blendingur
Arkana - SUV Renault
Verð frá 6.890.000
Hönnun sportlegur og rúmgóður bíll og sérstök R.S.-útfærsla
Í Arkana koma saman aflíðandi útlínur og kraftmikill stíll. Einstök hönnun bílsins einkennist af rennilegum útlínum, góðri hæð frá jörðu og fallegu innanrými.
Þetta er enn augljósara í R.S.-útfærslunni. Upplifðu einstakan litinn, sportlegt grillið, sérhannaðar felgurnar með rúbínrauðum skreytingum, tvö púströr og fleira ...

Arkana SUV Renault exterior
sérstök R.S.-útfærsla
Gljásvört og dökk málmáferð, straumlínulöguð vindskeið sem kallar fram sportlegt grillið og einstakar 18" Silverstone-felgur með rauðum skreytingum undirstrika sportlegan og fágaðan stíl Arkana.
Arkana SUV Renault exterior
glæsilegur og afgerandi bíll
Ljósaborðinn á afturljósunum undirstrikar skarpar línur og glæsilegan búnað. Tvö púströr gefa R.S.-útfærslunni enn kröftugra útlit.
Arkana SUV Renault interior
þægilegt og hátæknilegt ökumannsrými
Þú færð allra nýjustu tækni, þökk sé EASY LINK-margmiðlunarkerfi með 9,3" skjá, 10,2" sérstillanlegum skjá fyrir ökumann, rafstýrðri handbremsu, spanhleðslu og snjöllum geymslulausnum, svo fátt eitt sé nefnt.
Arkana SUV Renault interior
hámarksnýting á innanrými
Arkana lagar sig að þörfum þínum og farþega þinna með rúmgóðum aftursætum og farangursrými sem er á bilinu 513 til 1296 lítrar (með aftursætin felld niður) í bensínútfærslunni.

AFLRÁS

hljóðlátur, viðbragðsfljótur og lipur

Arkana E-TECH hybrid
E-TECH hybrid er tækni í anda akstursíþrótta þar sem afköst og sparneytni koma saman. Þú byrjar alltaf á rafknúnum akstri innanbæjar og notast við rafmagn í allt að 80% allra ferða. Þú notar allt að 40% minna eldsneyti en með sambærilegri bensínvél!

Með endurheimt hemlaorku er rafhlaða Arkana E-TECH hybrid hlaðin sjálfkrafa á meðan þú keyrir. Njóttu þess að aka með skjótri og áreynslulausri hröðun við allar aðstæður. Arkana E-TECH hybrid lagar sig að öllum akstursþörfum þínum enda með afbrigðum fjölhæfur.

* in WLTP urban cycle (subject to final approval).

ÞÆGINDI OG TÆKNI

láttu fara vel um þig í ökumannsrýminu á meðan þú tekst á við veginn

Aides à la conduite - Renault Arkana
15 einföld akstursaðstoðarkerfi
Aðstoðarkerfi fyrir þjóðvegi og umferðarteppur, umferðarskynjari að aftan og bílastæðaaðstoð eru bara nokkur dæmi um sérhannaða eiginleika sem auka þægindi og öryggi í akstri. Þessir eiginleikar, og fleiri til, standa til boða í akstursaðstoðarkerfum Renault, sem eru þér til halds og trausts í ökuferðum á stillanlegum 10,2" ökumannsskjánum. Ertu til í að taka fyrsta skrefið í átt að sjálfvirkum akstri?
Système multimédia - Renault Arkana
easy link-margmiðlunarkerfi
Með þessu margmiðlunarkerfi – sem er samhæft við Android Auto™ og Apple CarPlay™ – er lítið mál að tengja snjallsímann til að fá aðgang að forritum og tengdri þjónustu á 9,3" miðskjá Arkana.
Système MULTI-SENSE - Renault Arkana
multi-sense
Hljóð og viðbragð vélar, stýri, val á stemningslýsingu og grunnstilling ökumannsskjás ... Þú getur valið á milli þriggja akstursstillinga (mysense, eco og sport) og sniðið ferðina nákvæmlega að þínum þörfum með multi-sense stillingakerfinu.