Stígðu inn í veröld Renault MASTER

Styrkleikar

Fjöldi nýjunga og yfir 350 útfærslur í boði. Renault MASTER er fremstur á meðal atvinnubifreiða í Evrópu og er hægt að sérsníða bílinn að öllum þörfum þíns fyrirtækis.

Litaval



Hugvitssamlegar lausnir
Sérsniðið farangursrými

Festihringir, stamt viðargólf og toppgrind úr stáli. Við bjóðum upp á fjölda lausna til að auðvelda flutninga og aðlaga að þínum þörfum.

Hleðslugeta
Þú getur flutt hvað sem er í Renault MASTER, sem býður upp á fjóra valmöguleika fyrir lengd og þrjá fyrir hæð. Í boði eru 12 mismunandi hleðslurými frá 8 til 22 m3. Sendibílsútfærsla tekur allt að 2254 kg og útfærsla með stýrishúsi og undirvagni allt að 2495 kg.

Renault MASTER
Stamt viðargólf
Sterkbyggð og snyrtileg viðarklæðning veitir góða vernd fyrir yfirbyggingu Renault MASTER. Stöm áferð kemur í veg fyrir að farmurinn færist til.
Renault MASTER
Festihringir
Til að tryggja öryggi farms enn frekar eru í boði allt að 10 festihringir, allt eftir útfærslu. Þú getur því ekið um áhyggjulaus.
Renault MASTER
Þakbogar
Auktu hleðslugetuna um næstum 200 kg! Sérhver þakbogi þolir 46 kg. Þú ert við öllu búin(n).
Renault MASTER
Toppgrind úr stáli
Þarftu burðareiningu með fjölda notkunarmöguleika sem þolir meira en 200 kg þyngd? Þá er toppgrind úr stáli eitthvað fyrir þig. Öryggisslá fyrir farminn og hleðslukefli – hugsað er fyrir öllu til að auðvelda þér að meðhöndla þungan farm á öruggan máta.

Þægindi og tækni

Hagnýtur og notadrjúgur

Farþegarými Renault MASTER er hannað með þægindi í huga. Aðgengileg stjórntæki, sætis- og stýrisstillingar til að aðlaga akstursstöðuna, hita- og loftstýring, framúrskarandi hljóðeinangrun, fjöldi geymsluhólfa og bílastæðaaðstoð gera jafnvel lengstu ferðir ánægjulegar og endurnærandi.
150 l geymslurými

Hafðu allt sem þú þarft innan seilingar. Notagildi Renault MASTER er óviðjafnanlegt. Nýttu þér fjölda rúmgóðra og hagnýtra geymsluhólfa.


Öryggisbúnaður

Aukið öryggi

Einbeittu þér að rekstrinum og aktu um áhyggjulaus. Renault MASTER gætir öryggis þíns.