Kostir Renault E-Tech plug-in hybrid bíla

Sparnaður
Þú getur sparað allt að 75% af eldsneyti með plug-in hybrid (WLTP mælingar). Ef þú notar rafhlöðuna eingöngu geturðu keyrt á 100% rafmagni allan tímann. Þú getur líka sparað viðhald á bílnum vegna færri íhluta en í hefðbundnum bílum.
Þægindi
Plug-in hybrid byggir á samsetningu tveggja véla og kostum þeirra  - áreiðanleika eldsneytisvélarinnar ásamt viðbragðshæfni rafmótorsins.
Umhverfisáhrif
Þar sem koltvísýringslosun minnkar um allt að 75%, eru plug-in hybrid bílarnir mjög umhverfisvænir.

Sparnaður

E-Tech plug-in hybrid bjóða upp á mikinn sparnað á rekstrarkostnaði, en veita jafnframt óviðjafnanlega akstursánægju.
Dagleg notkun
E-Tech plug-in hybrid - fuel - Renault
Eldsneyti
Sparaðu allt að 75% eldsneyti* borið saman við eldsneytisknúið farartæki á ferð innanbæjar. Þessi sparnaður stafar af minni notkun eldsneytisvélar. Þegar ekið er með hlaðinn rafgeymi virkar það aðeins til að aðstoða rafmótorinn.  *samkvæmt WLTP mælingum
E-Tech plug-in hybrid - maintenance - Renault
Viðhald
Eldsneytisvélin endist lengur vegna þess að hún er minna notuð, sem þýðir að þú sparar viðhald.
Rafmótorinn er smíðaður úr færri flóknum íhlutum og þarfnast ekki sérstaks viðhalds.
Auk þess er rafhlaðan í ábyrgð í 8 ár eða að 160.000 km akstri.
Kaup
E-Tech plug-in hybrid - purchasing options - Renault
Hagstæðari kaup á plug-in hybrid bílum
Lægri tollagjöld eru á plug-in hybrid bílum vegna lægri koltvísýringsútblásturs. Þetta þýðir að plug-in hybrid bílar eru almennt á lægra verði heldur en sambærilegir eldsneytisknúnir bílar.

Þægindi

Daglegt líf á rafmagni
E-Tech plug-in hybrid - aides à l'achat - Renault
Daglegt líf á rafmagni
Rafhlaða plug-in hybrid bíla er stærri en rafhlaða full hybrid bíla. Þannig getur þú ferðast lengra á rafmagninu, allt að 50 km í samsettri notkun (WLTP mælingar), fyrir raunverulega akstursdrægni á bilinu 30 til 60 km.
Afköst og einfaldleiki
E-Tech plug-in hybrid - silence and performace - Renault
Hljóðlátur og viðbragðsmikill
Uppgötvaðu nýjar aksturstilfinningar í 100% rafmagnsstillingu: fágun, kraftur, hljóðlaust og titringslaust.
E-Tech plug-in hybrid - performance - Renault
Afköst
Samsetning raf- og eldsneytisknúinna véla tryggir að akstursskilyrði þín séu alltaf ákjósanleg. Fágað og hljóðlátt innanbæjar, kraftmikið og viðbragðsmikið utanbæjar. Afköst 2 vélategunda í einum bíl.
E-Tech plug-in hybrid - freedom - Renault
Frelsi
E-Tech plug-in hybrid getur sjálfkrafa greint hentugustu akstursstillinguna. Ýttu á EV-hnappinn á mælaborðinu og keyrðu á 100% rafmagni hvenær sem þú vilt*.

*fer eftir hleðslustöðu rafhlöðunnar.



Umhverfisáhrif

Minni losun
E-Tech plug-in hybrid bílar losa allt að 75% minna CO2 en eldsneytisknúnir bílar. Með fullhlaðna rafhlöðu er hægt að keyra allt að 50 km innanbæjar á 100% rafmagni og enginn útblástur verður á meðan.      
Endurunnin rafhlaða
Með mikilli sérfræðiþekkingu okkar á rafmagni getum við nú boðið betri endurvinnslu á rafhlöðum en krafist er í evrópskum reglugerðum.
Með aðstoð sérhæfðra fyrirtækja og samstarfsaðila eru rafhlöður endurnýttar í aðrar vélar og efni þeirra síðan endurunnið.


Algengar spurningar varðandi kosti plug-in hybrid

Af hverju er hybrid tækni nýsköpun?
Helsta nýjung hybrid bílsins er samþætting tveggja tegunda af vélum í sama farartækið: eldsneytisvél og einn eða jafnvel fleiri rafmótora.
Innbyggð tækni stjórnar sjálfkrafa skiptingu á milli þriggja mismunandi akstursstillinga: rafmagns, eldsneyti og hybrid (sem notar eldsneyti og raforku).
Helsti ávinningurinn við hybrid bílinn er að hann sameinar hagnýta þætti eldsneytisknúins bíls og umhverfisvæna og hagkvæma kosti rafdrifsins.
Byggt á reynslu okkar sem aflað er í F1, bjóða orkustjórnun og sjálfvirkni fjölstillingargírkassans umtalsverða fjölhæfni frá degi til dags á sama tíma og einnig afköst og hagkvæmni.
Eru hybrid bílar áreiðanlegir?
Hybrid-bílar okkar eru að sjálfsögðu áreiðanlegir og njóta góðs af sérfræðiþekkingu okkar í þróun rafdrifinna aflrása og brunahreyfla.
Vegna hönnunar þeirra er eldsneytisvélin ekki notuð svo mikið á áhrifamestu stigunum - gangsetningu og hröðun...
Ekki nóg með það, hönnunin þýðir að það er engin kúpling eða drifbelti sem þýðir minna viðhald og viðhaldskostnaður því lægri.
Hybrid-bíll er með eldsneytisvél og einn eða fleiri rafmótora. Það skiptir á milli þessara tveggja aflgjafa eftir veggerð, nauðsynlegum hraða og hleðslustigi rafhlöðunnar.      

Hybrid-bílar Renault njóta góðs af mikilli reynslu okkar af bílaframleiðslu og þróun rafknúinna aflrása. Renault ráðgjafar eru tilbúnir til að taka á móti þér, svara spurningum og aðstoða við viðhald ökutækja. Að lokum eru rafhlöður fyrir tvinnbíla tryggðar í 8 ár/160.000 km.

Kynntu þér nánar