ALGENGAR SPURNINGAR UM OPENR LINK


MARGMIÐLUNARKERFI

openR link opnar nýja vídd í akstri. Tengdu snjallsímann, hlustaðu á uppáhaldstónlistina og fáðu aðgang að tengdri aðstoð.
HVERNIG STILLI ÉG MÆLASKJÁINN EFTIR MÍNUM ÞÖRFUM?
Þú getur sniðið mælaborðið (sýnarstillingar og græjur [widgets]) eftir þínum þörfum með hnöppunum á stýrinu. Þú getur t.d. valið mínímalíska framsetningu eða speglað leiðsöguskjáinn.
HVERNIG STILLI ÉG OPENR LINK SKJÁINN?
Bættu við flýtileiðum til að móta openR link kerfið svo það henti þínum þörfum. Þau færð þannig beinan aðgang að uppáhalds­aðgerðunum þínum.     
Stilltu flýtileiðir í 5 einföldum skrefum
  1. Á aðalskjánum, haltu inni því flýtileiðarsvæði sem þú vilt breyta
  2. Finndu nýja flýtileið í listanum og veldu hana til að setja á forsíðuna.
  3. Breyttu stærð táknanna ef þarf.
  4. Farðu aftur á heimaskjá.
 
Hægt er að velja 2 eða 4 flýtileiðir, fer eftir útgáfum openR link.
HVERNIG VEIT ÉG HVORT AÐ ÞAÐ ÞURFI AÐ UPPFÆRA KERFIÐ?
Þú færð sjálfvirka tilkynningu þegar ný útgáfa af openR link er í boði.    
HVERNIG UPPFÆRI ÉG STÝRIKERFIÐ?
openR link margmiðlunarkerfið uppfærist sjálfkrafa um leið og þú samþykkir uppfærsluna sem birtist. Þú þarft ekki að tengja við neitt.
HVERNIG UPPFÆRI ÉG KORTIN MÍN?
Kortin þín eru uppfærð þráðlaust og sjálfvirkt.
HVERNIG NOTA ÉG RADDSTÝRINGUNA?
Hægt er að virkja raddstýringuna á 3 vegu:
  • Með því að ýta á "tal" takkann á stýrinu
  • Með því að segja "Hey Google"
  • Með því að smella á flýtileiðina í margmiðlunarskjánum
HVERNIG BREYTI ÉG UM TUNGUMÁL Í MARGMIÐLUNARKERFINU?
Fáðu aðgang að „heimi“ bílsins úr táknastikunni efst á skjánum. Veldu Settings, smelltu á System og síðan Language, og veldu svo tungumálið þitt.    
HVERNIG BREYTI ÉG TUNGUMÁLI RADDSTÝRINGARINNAR?
Fáðu aðgang að „heimi“ bílsins úr táknastikunni efst á skjánum. Veldu Settings, síðan Google og svo Google Assistant. Þar geturðu valið það tungumál sem þú vilt fyrir raddaðstoðina.    
HVERNIG VEIT ÉG HVORT SÍMINN MINN SÉ SAMHÆFUR SPEGLUN (SMARTPHONE MIRRORING)?
  • Apple CarPlay™
    Til að nota Apple CarPlay™ þarftu iPhone 5 eða nýrri með iOS útgáfu 7.1 eða nýrri.    
  • Android Auto™
Til að nota Android Auto™ þarftu síma með Android útgáfu 5.0 (Lollipop) eða nýrri.
Ábending: Mundu að uppfæra stýrikerfið þegar uppfærslur bjóðast, til að tryggja samhæfni.    
HVAÐ Á ÉG AÐ GERA EF ÉG Á Í VANDRÆÐUM MEÐ OPENR LINK SKJÁINN?
Ef openR link skjárinn bilar skaltu hafa samband við þjónustuver Renault.

TENGDAR ÞJÓNUSTUR

Nýttu alla möguleika tengdra þjónusta Renault og Google með openR link.
HVERNIG GET ÉG VIRKJAÐ TENGDAR ÞJÓNUSTUR Í BÍLNUM?
Renault söluaðilinn þinn sér um þetta fyrir þig!   Tengdu þjónusturnar eru virkjaðar við afhendingu bílsins. Fyrir frekari upplýsingar skaltu hafa samband við þjónustuver Renault.
HVERNIG NOTA ÉG TENGDU ÞJÓNUSTURNAR?
Sumar þjónustur má nota beint í openR link kerfinu. Fyrir aðrar þarftu að sækja My Renault appið. Sæktu það í Android eða iOS síma og stofnaðu My Renault aðgang.
 
Ábending: til að nota þjónusturnar skaltu tryggja að bíllinn sé á svæði með netsambandi.    
HVERNIG ATHUGA ÉG STÖÐU ÞJÓNUSTUNNA MINNA?
  Til að sjá hvort tengdu þjónusturnar séu virkjaðar:
  1. Skráðu þig inn á My Renault aðganginn þinn.
  2. Ef það var ekki gert við afhendingu bílsins: samstilltu bílinn við My Renault aðganginn.
  3. Farðu í Contracts/Samningar í My Renault appinu. Þar sérðu stöðuna fyrir hverja þjónustu.
  4. Til að virkja þjónusturnar: tryggðu að gagnamiðlun sé virk og að kveikt sé á tengingum openR link kerfisins.
  5. Gakktu úr skugga um að bíllinn sé á svæði með netsambandi.
 
Ef þjónustan bilar skaltu hafa samband við þjónustuver Renault.
HVERNIG ENDURNÝI ÉG ÞJÓNUSTURNAR MINAR?
Endurnýjaðu tengdu þjónusturnar í tölvu eða snjallsíma. Veldu bílinn sem þú vilt endurnýja samningana fyrir og opnaðu flipann Renault Connect Store.  

Þá sérðu þjónustuskrána. Fylgdu skrefunum sem birtast til að endurnýja þjónusturnar.
HVERNIG AFVIRKJA ÉG TENGDU ÞJÓNUSTURNAR?
Til að gera hlé á tengdum þjónustum bílsins geturðu stýrt persónuvernd með því að afvirkja gagnaöflun. Það má gera svona:
  • Hafna gagnaöflun í glugganum sem birtist þegar prófíl er breytt.
  • Hvenær sem er: farðu í SettingsNetwork and InternetConnectivity og breyttu þar vali þínu.    
GET ÉG NOTAÐ HOT SPOT TIL AÐ NOTA TENGDU ÞJÓNUSTURNAR?
Hot spot veitir nettengingu með því að deila farsímagögnum snjallsímans. Þannig geturðu notað tengdu þjónustur bílsins.    
DEILI ÉG GÖGNUM MEÐ RENAULT OG GOOGLE ÞEGAR ÉG NOTA TENGDU ÞJÓNUSTURNAR?
Renault og Google þurfa ákveðin gögn, svo sem staðsetningu til þess að virka.  Fyrir frekari upplýsingar skaltu lesa persónuverndarstefnu Renault.
HVAÐ Á ÉG AÐ GERA EF EINHVER TENGD ÞJÓNUSTA VIRKAR EKKI?
Ef tengdu þjónusturnar virka ekki skaltu fyrst ganga úr skugga um að þú hafir samþykkt gagnamiðlun. Án þess verða tengdu þjónusturnar ekki aðgengilegar.     
Til að nota My Renault fjarþjónustur skaltu tryggja að þú hafir samstillt My Renault aðganginn rétt við bílinn. Ef vandinn leysist ekki skaltu hafa samband við þjónustuver Renault.
HVAÐ GERIST EF ÉG SEL BÍLINN MINN?
Viltu vernda gögnin þín þegar þú selur bílinn? Fylgdu þessum skrefum.
  • Farðu inn í bílinn.
  • Opnaðu tilkynningamiðstöðina og farðu í prófílinn þinn.
  • Ýttu á tannhjólstáknið efst til hægri og eyddu prófílnum.

    Endurstilla kerfið (valkvætt) – til að setja verksmiðjustillingar:    
  1. Úr stjórnandaaðgangi skaltu fara í „heim“ bílsins.    .
  2. Farðu í Settings - System  neðst í listanum. 
  3. Svo ferðu í Reset options og Factory reset.
  4. Að lokum ýtiru á Reset neðst í glugganum.
Bíllinn þinn er nú tilbúinn til sölu!

UMSJÓN PRÓFÍLA

Búðu til og hafðu umsjón með My Renault og Google prófílunum þínum fyrir heildstæða og sérsniðna margmiðlunarupplifun.
ÞARF ÉG AÐ BÚA TIL NOTANDAPRÓFÍL?
Nei, þú getur líka skráð þig inn með gestaprófíl.     
Gestaprófíll veitir aðgang að flestum Google þjónustum, en upplifunin verður ekki persónusniðin.  
Þú getur ekki notað My Renault fjarþjónustur án tengds aðgangs. Þú færð heldur ekki aðgang að Google Play né tengdum öppum (Spotify, Amazon Music, Google Maps ofl.).    
HVE MARGA PRÓFÍLA GET ÉG BÚIÐ TIL Í OPENR LINK KERFINU?
Þú getur búið til allt að 5 notendaprófíla í openR link kerfinu.  
HVERNIG SERSNÍÐI ÉG PRÓFÍLINN MINN?
Persónusníddu prófílinn með því að tengja hann við Google og My Renault aðganga þína. Nýttu lærdómseiginleika Google Maps og sæktu uppáhaldsöppin þín í Google Play.
HVAÐ GET ÉG STILLT ÞEGAR ÉG BÝ TIL PRÓFÍLINN MINN?
Þú færð mun persónulegri upplifun þegar openR link prófíllinn er tengdur við Google og My Renault aðganga þína.
  • Leiðsögn: vistaðu leiðsagnarstillingar og uppáhaldsáfangastaði í openR link kerfinu.    
  • Aðgerðir bílsins: vistaðu stillingar eins og hitastig í farþegarými, uppáhalds útvarpsrásir eða MULTI-SENSE stillingu.    
  • Afþreying: sæktu uppáhaldsöppin þín í Google Play og mótaðu akstursupplifun sem hentar þér.    
GET ÉG NOTAÐ SÖMU INNSKRÁNINGU (MY RENAULT, GOOGLE) FYRIR ÓLÍKA PRÓFÍLA?
Þú getur notað sömu Google og My Renault innskráningu fyrir mismunandi prófíla í openR link margmiðlunarkerfinu.  
Við mælum hins vegar með að nota aðskilda innskráningu fyrir hvern prófíl.    
GET ÉG LÆST PRÓFÍLNUM MÍNUM?
Já, hægt er að verja prófíla á mismunandi vegu. 
Ef notandaprófíllinn þinn er varinn með lykilorði, mynstri eða kóða þarftu að slá það inn í hvert sinn sem þú ræsir bílinn.    

MY RENAULT

Búðu til þinn persónulega My Renault prófíl, sæktu appið í símann og gerðu daglegar ferðir einfaldari með fjarþjónustum.
HVAÐIR SNJALLSÍMAR ERU SAMHÆFIR MY RENAULT APPINU?
Til að nota tengdu þjónustur My Renault þarf snjallsíminn að vera með stýrikerfisútgáfu sem er jöfn eða hærri en:
  • Android 6.0
  • iOS 11.0
HVERNIG BÆTI ÉG BÍL VIÐ MY RENAULT AÐGANGINN MINN?
Söluaðilinn þinn aðstoðar við að samstilla My Renault aðganginn við bílinn á afhendingardegi:  
  1. Farðu inn í Renault bílinn þinn.
  2. Í uppsetningarskrefunum fyrir prófílinn skaltu slá inn My Renault innskráningarupplýsingar (netfang og lykilorð). Gættu þess að My Renault appið sé lokað í símanum.
  3. Bíllinn er nú samstilltur.
 
Ath: Þú getur klárað að setja upp My Renault aðganginn að fullu síðar í gegnum prófílinn þinn.
CAN I LINK SEVERAL VEHICLES TO THE MY RENAULT ACCOUNT?
Já, þú getur bætt við fleiri bílum á sama My Renault aðgang.
Það geriru með því að:
  • Opnaðu My Renault appið.
  • Ýttu á bíltáknið neðst vinstra megin.    
  • Skrunaðu niður.
  • Smelltu á  Add a car/Bæta við bíl.
 
Þú getur þannig stjórnað listanum yfir ökutæki sem tengd eru þínum persónulega My Renault aðgangi hvenær sem er.
GET ÉG TENGT SAMA ÖKUTÆKI VIÐ MARGA MY RENAULT AÐGANGA?
Nei, ekki er hægt að tengja sama ökutæki við marga My Renault aðganga.

FARÐU LENGRA