HVERNIG STILLI ÉG MÆLASKJÁINN EFTIR MÍNUM ÞÖRFUM?
Þú getur sniðið mælaborðið (sýnarstillingar og græjur [widgets]) eftir þínum þörfum með hnöppunum á stýrinu. Þú getur t.d. valið mínímalíska framsetningu eða speglað leiðsöguskjáinn.
HVERNIG STILLI ÉG OPENR LINK SKJÁINN?
Bættu við flýtileiðum til að móta openR link kerfið svo það henti þínum þörfum. Þau færð þannig beinan aðgang að uppáhaldsaðgerðunum þínum.
Stilltu flýtileiðir í
5 einföldum skrefum:
- Á aðalskjánum, haltu inni því flýtileiðarsvæði sem þú vilt breyta
- Finndu nýja flýtileið í listanum og veldu hana til að setja á forsíðuna.
- Breyttu stærð táknanna ef þarf.
- Farðu aftur á heimaskjá.
*
Hægt er að velja 2 eða 4 flýtileiðir, fer eftir útgáfum openR link.
HVERNIG VEIT ÉG HVORT AÐ ÞAÐ ÞURFI AÐ UPPFÆRA KERFIÐ?
Þú færð sjálfvirka tilkynningu þegar ný útgáfa af openR link er í boði.
HVERNIG UPPFÆRI ÉG STÝRIKERFIÐ?
openR link margmiðlunarkerfið uppfærist sjálfkrafa um leið og þú samþykkir uppfærsluna sem birtist. Þú þarft ekki að tengja við neitt.
HVERNIG UPPFÆRI ÉG KORTIN MÍN?
Kortin þín eru uppfærð þráðlaust og sjálfvirkt.
HVERNIG NOTA ÉG RADDSTÝRINGUNA?
Hægt er að virkja raddstýringuna á 3 vegu:
- Með því að ýta á "tal" takkann á stýrinu
- Með því að segja "Hey Google"
- Með því að smella á flýtileiðina í margmiðlunarskjánum
HVERNIG BREYTI ÉG UM TUNGUMÁL Í MARGMIÐLUNARKERFINU?
Fáðu aðgang að „heimi“ bílsins úr táknastikunni efst á skjánum. Veldu Settings, smelltu á System og síðan Language, og veldu svo tungumálið þitt.
HVERNIG BREYTI ÉG TUNGUMÁLI RADDSTÝRINGARINNAR?
Fáðu aðgang að „heimi“ bílsins úr táknastikunni efst á skjánum. Veldu Settings, síðan Google og svo Google Assistant. Þar geturðu valið það tungumál sem þú vilt fyrir raddaðstoðina.
HVERNIG VEIT ÉG HVORT SÍMINN MINN SÉ SAMHÆFUR SPEGLUN (SMARTPHONE MIRRORING)?
Til að nota Apple CarPlay™ þarftu iPhone 5 eða nýrri með iOS útgáfu
7.1 eða nýrri.
Til að nota Android Auto™ þarftu síma með Android útgáfu
5.0 (Lollipop) eða nýrri.
Ábending: Mundu að uppfæra stýrikerfið þegar uppfærslur bjóðast, til að tryggja samhæfni.
HVAÐ Á ÉG AÐ GERA EF ÉG Á Í VANDRÆÐUM MEÐ OPENR LINK SKJÁINN?
Ef openR link skjárinn bilar skaltu hafa samband við þjónustuver Renault.