openR link

fáðu sérsniðna tengda upplifun í bílnum
openR link margmiðlunarkerfið er hraðvirkt, snjallt og ávallt uppfært. Það þróast með og aðlagast akstursprófílnum þínum, með eiginleikum, þjónustum og öppum sem eru á pari við snjallsímann þinn.

kostir openR link


skjár sem hentar þér

Sæktu uppáhaldsöppin þín í openR link. Á aðalskjánum eða á mælaborðsskjánum finnurðu þau tól sem þú þarft og getur raðað valmyndunum fyrir skjótan aðgang að uppáhalds­aðgerðum.

openR link með innbyggðu Google

Fáðu aðgang að persónulegum leiðum og öppum fyrir akstursupplifun sniðna að þínum þörfum.
openR link inniheldur Google Maps fyrir leiðsögn í rauntíma, Google Assistant fyrir raddstýringu og Google Play fyrir öpp í bílnum.    

enn nýstárlegri þjónustur

Njóttu betri tengimöguleika með háþróuðum akstursaðstoðarkerfum og fjarþjónustum eins og fyrirbyggjandi viðhaldi.

My Renault appið

Skoðaðu My Renault appið í snjallsímanum til að vera tengd/ur bílnum: staðsettu hann, fylgstu með drægni rafhlöðunnar, forhitaðu, tímasettu hleðslu o.fl.

tengingar og stillingar

openR link tengingar

openR link tengingar

Leiðsögn, öpp í bílnum og samskipti úr snjallsímanum: allt er tilbúið til að einfalda ferðalagið þitt.
openR link stillingar

openR link stillingar

Láttu leiðbeina þér með einföldum skrefum. Tengdu My Renault og Google aðgangana við openR link kerfið og njóttu enn betri upplifunar.
openR link leiðbeiningar

openR link leiðbeiningar

Til að einfalda notkun á openR link skaltu kynna þér myndbandsleiðbeiningar okkar.
uppfærslur

uppfærslur

Með Firmware Over The Air (FOTA) tækni má uppfæra bílinn þinn á fjarstýrðan máta - án þess að heimsækja þjónustuaðila

algengar spurningar varðandi openR link

Get ég notað openR Link ef ég er með iPhone?
Já, openR link er aðgengilegt í snjallsíma með iOS (Apple) eða Android og virkni/aðgerðir eru þær sömu.
Get ég sett openR Link upp í Renault bíl sem er með öðru margmiðlunarkerfi?
Margmiðlunarkerfinu sem fylgir ökutækinu þínu er ekki hægt að breyta; það er sniðið að bílnum þínum og þeim eiginleikum sem hann býður upp á.
Uppfærslur fara hins vegar sjálfkrafa fram með FOTA-tækni (Firmware Over-The-Air), þannig að þú þarft ekki að setja neitt upp.    
Get ég notað snjallsímaspeglun (smart phone mirroring)?
openR Link kerfið gefur þér aðgang að Android Auto™ og Apple CarPlay™. Þú getur því speglað skjá snjallsímans á einfaldan hátt og notið forritanna þinna í gegnum Bluetooth® eða með USB snúru.

kynntu þér nánar

*fer eftir tegund og útfærslu