Hvað gerist ef ég stofna ekki My Renault aðgang?
My Renault er hannað til að einfalda lífið. Án persónulegs prófíls geturðu ekki skoðað gögn bílsins í rauntíma.Að stofna My Renault aðgang er jafnframt forsenda fyrir notkun fjarþjónustanna.
Hvað gerist ef ég stofna ekki Google aðgang?
Án Google reiknings sem er tengdur openR link kerfinu færðu ekki aðgang að öppum í Google Play.
Þurfa allir notendur bílsins að skrá sinn eigin Google aðgang í prófílinn?
Við mælum með að setja Google aðgang í hvern notandaprófíl til að persónusníða upplifunina.
Get ég notað annað netfang en Gmail til að stofna Google aðgang?
Þegar þú stofnar Google aðgang verður til Gmail netfang sjálfkrafa. Ef þú vilt þó nota annað netfang til innskráningar geturðu tengt það við reikninginn og nýtt það m.a. til að endurheimta lykilorð, fá tilkynningar o.s.frv.
Hvað á ég að gera ef ég get ekki skráð aðgangana mína í openR link kerfið?
Ef þú nærð ekki að tengja aðgangana við openR link kerfið skaltu hafa samband við Renault umboðið þitt í síma 525-8000.
Get ég uppfært aðganga eftir að prófíllinn hefur verið stilltur?
Þú getur breytt aðgöngunum hvenær sem er. Farðu í prófílinn þinn og eyddu núverandi aðgöngum, bættu síðan inn þeim nýju með því að fylgja skrefunum í uppsetningarhjálpinni.
Þarf hver notandi að virkja internetið í bílnum?
Nei. Um leið og internetið er virkjað í bílnum geta allir notandaprófílar nýtt sér það.