openR link stillingar

openR link multimedia system - Renault
Til að hefja notkun á openR link margmiðlunarkerfinu þarftu:  
  • My Renault aðgang og My Renault appið í snjallsímanum
  • Google aðgang með því netfangi sem þú kýst
  • að skrá aðgangana þína í openR link kerfið
  • netsamband fyrir öpp sem eru sótt úr Google Play
Fylgdu skrefunum til að setja upp openR link margmiðlunarkerfið og kynntu þér allar þjónustur og eiginleika sem í boði eru.

búðu til aðganga þína

My Renault

þitt sérsniðna svæði

Með My Renault hefurðu aðgang að heilum þjónustuheimi til að tengja og stýra bílnum: skoðaðu yfirlitið, samninga og ábyrgðir, fylgstu með viðhaldi og bókaðu þjónustu.
Nýttu tengdu þjónusturnar sem eru í boði: staðsetningu, fjarhleðslu, leiðaráætlun og haltu sambandi við umboðið þitt varðandi spurningar eða viðhald.    

stofnun My Renault aðgangs

Step 1: Sæktu My Renault appið úr Google Play eða App Store.

Step 2: Búðu til þitt persónulega svæði – farðu á My Renault vefgáttina eða opnaðu My Renault appið og sláðu inn netfangið til að skrá þig inn eða stofna nýjan aðgang.

Um leið og þú tekur við bílnum geturðu samstillt bílinn við My Renault aðganginn til að nota tengdu þjónusturnar úr fjarlægð.
Google

Google innbyggt

Njóttu tengdrar og áhrifamikillar upplifunar með Google innbyggðu.* Tengdu bílinn við Google reikning til að nýta alla möguleika Google Maps, Google Assistant og Google Play.

stofnun Google aðgangs

Skref 1: farðu inn á www.google.com/accounts í tölvu eða síma.

Skref 2: Stofnaðu Google-aðgang með því að slá inn það netfang sem þú kýst.

Um leið og þú færð bílinn afhendan geturðu skráð þig inn á Google í openR link til að njóta fullrar upplifunar með Google í bílnum.
* Google, Google Play, Google Maps, Waze og önnur merki eru vörumerki í eigu Google LLC.

settu upp openR link prófílinn þinn

1. VELDU AÐ DEILA GÖGNUM MEÐ RENAULT OG GOOGLE    
Við fyrstu uppsetningu verður þú beðin(n) um að deila gögnum með bæði Renault og Google. Með því að samþykkja heimilarðu til dæmis miðlun staðsetningargagna sem nauðsynleg eru til að nota Google Maps eða finna bílinn með snjallsímanum.
2. TENGDU MY RENAULT- OG GOOGLE-AÐGANGA VIÐ RENAULT BÍLINN    
Með aðstoð söluaðilans tengirðu My Renault og Google aðgangana við openR link kerfið og færð akstursupplifun sem er sérsniðin að þér. Fylgdu einfaldlega skrefunum sem margmiðlunarkerfið leiðbeinir um.

virkjaðu internet til þess að nota öppin þín

Til að nota öpp sem þú sækir úr Google Play í openR link kerfinu þarf sérstaka nettengingu. Virkjaðu þá internettengingu sem á við um Renault bílinn þinn miðað við gerð og framleiðsludag.
connectivity - Renault
Renault tengingar
Fer eftir gerð og framleiðsludegi bílsins, ef ökutækið er búið „advanced connectivity pack“, geturðu virkjað innifalda gagnaáskrift svona: ýttu á „onboard internet“ hnappinn á forsíðu My Renault appsins.    
personal hotspot - Renault
persónulegur "heitur reitur"
Fyrir alla bíla með openR link margmiðlunarkerfi með Google innbyggðu geturðu deilt netsambandi símans með Renault bílnum.

Farðu í Settings (stillingar) í símanum, veldu Personal Hotspot (persónulegur heitur reitur) og samþykktu skilmálana. Kveiktu á openR link kerfinu í bílnum og virkjaðu Wi-Fi.    

algengar spurningar

Hvað gerist ef ég stofna ekki My Renault aðgang?
My Renault er hannað til að einfalda lífið. Án persónulegs prófíls geturðu ekki skoðað gögn bílsins í rauntíma.Að stofna My Renault aðgang er jafnframt forsenda fyrir notkun fjarþjónustanna.
Hvað gerist ef ég stofna ekki Google aðgang?
Án Google reiknings sem er tengdur openR link kerfinu færðu ekki aðgang að öppum í Google Play.
Þurfa allir notendur bílsins að skrá sinn eigin Google aðgang í prófílinn?
Við mælum með að setja Google aðgang í hvern notandaprófíl til að persónusníða upplifunina.
Get ég notað annað netfang en Gmail til að stofna Google aðgang?
Þegar þú stofnar Google aðgang verður til Gmail netfang sjálfkrafa. Ef þú vilt þó nota annað netfang til innskráningar geturðu tengt það við reikninginn og nýtt það m.a. til að endurheimta lykilorð, fá tilkynningar o.s.frv.
Hvað á ég að gera ef ég get ekki skráð aðgangana mína í openR link kerfið?
Ef þú nærð ekki að tengja aðgangana við openR link kerfið skaltu hafa samband við Renault umboðið þitt í síma 525-8000.    
Get ég uppfært aðganga eftir að prófíllinn hefur verið stilltur?
Þú getur breytt aðgöngunum hvenær sem er. Farðu í prófílinn þinn og eyddu núverandi aðgöngum, bættu síðan inn þeim nýju með því að fylgja skrefunum í uppsetningarhjálpinni.
Þarf hver notandi að virkja internetið í bílnum?
Nei. Um leið og internetið er virkjað í bílnum geta allir notandaprófílar nýtt sér það.

ertu með fleiri spurningar?


farðu lengra