openR-tenging með innbyggðum Google-eiginleikum

Innbyggt Google-kerfi: tengd akstursupplifun


MEGANE E-TECH 100% RAFMAGN
njóttu leiðsagnar í rauntíma
Með Google kortum nýturðu góðs af nákvæmri og áreiðanlegri leiðsögn þar sem upplýsingarnar eru uppfærðar í rauntíma. Njóttu þess að fá sérsniðna upplifun með því að vista uppáhaldsheimilisföngin, fá tillögur um leiðsögn og fleira. Sérstakir rafbílaeiginleikar í Google kortum vinna með Google hjálparanum og gera þér kleift að fá sem allra mest út úr Megane E-Tech rafbílnum og komast áhyggjulaus á áfangastað.
svolítil aðstoð í bílnum
Fáðu handfrjálsa aðstoð í bílnum með Google hjálparanum. Auðvelt er að hringja í vin eða senda SMS, fá leiðsögn, stilla áminningar eða jafnvel breyta hitastiginu í bílnum. Þú getur líka notað röddina til að stjórna samhæfum snjalltækjum á heimilinu. Segðu „Ok Google“ eða haltu raddstýringarhnappinum á stýrinu inni til að hefjast handa.
aðgangur að eftirlætisforritunum þínum
Spotify, YouTube Music, Google Play Books og margt fleira. Eftirlætisforritin þín eru innbyggð í skjá openR-tengingarinnar í Megane E-Tech rafbílnum. Spilaðu uppáhaldstónlistina þína, hlustaðu á hljóðbækur og hlaðvörp og notaðu eftirlætisforritin þín meðan á ferðinni stendur. Fleiri forrit bætast við með tímanum. Þú þarft ekki að gera neitt: Uppfærslur gerast sjálfkrafa og reglulega
  
njóttu sérsniðinnar upplifunar
Njóttu sérsniðinnar upplifunar. Með tímanum lagar kerfið sig að venjum þínum og kjörstillingum og færir þér þannig betri leiðsögn og viðeigandi tillögur að aðgerðum.
openR-tenging með innbyggðum Google-eiginleikum