háþróuð akstursaðstoðarkerfi

10 háþróuð akstursaðstoðarkerfi

Renault Trafic
ADAS akstursaðstoðarkerfin (advanced driver-assistance systems) nýta skynjara, myndavélar og hugbúnað til að gera aksturinn öruggari og auðveldari. Kerfin styðja við þrjú lykilsvið: öryggi, akstur og lagningu.

öryggiskerfi

Renault Trafic Van - lane departure warning
akreinavari
Akreinavarakerfi Renault Trafic greinir óviljandi akstur af akrein. Hljóð- og myndmerki vara þig við og gera aksturinn öruggari.
Renault Trafic Van - blind spot warning
blindblettavari
Skynjarar í Renault Trafic greina ökutæki í blindsvæðum. Ljósmerki í hliðarspeglunum vara ökumann við og stuðla að auknu öryggi við akstur og beygjur.
ásamt 3 öðrum öryggiskerfum
Í Renault Trafic eru einnig loftpúðar, þreytuvöktun og sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi.
Loftpúðar veita vörn við árekstur, þreytuvöktunarkerfið greinir merki um einbeitingarskort og varar ökumann við. Sjálfvirka neyðarhemlunarkerfið hjálpar til við að koma í veg fyrir árekstra með því að beyta hemlun ef hætta er á árekstri.    

akstursaðstoðarkerfi

Renault Trafic Van - lane departure warning
umferðarmerkjagreining með hraðaviðvörun
Kerfið greinir hraðatakmörkunarskilti og birtir viðvörun á mælaborðinu ef farið er yfir leyfðan hámarkshraða.
ásamt 2 öðrum akstursaðstoðarkerfum
Tvö önnur akstursaðstoðarkerfi stuðla að auknu öryggi Renault Trafic: sjálfvirk aðlögun há- og lágljósa og aðlagandi hraðastillir fyrir aukin þægindi í akstri.

bílastæðaaðstoð

Renault Trafic Van - park assist systems
aðstoðarkerfi fyrir bílastæði
Renault Trafic notar skynjara að framan, aftan og á hliðum til að greina hindranir og gerir þannig stýringar auðveldari og öruggari þegar að bílnum er lagt í stæði.
ásamt "zoning" virkni
Renault Trafic er einnig búinn svokallaðri „zoning“ virkni sem gerir þér kleift að læsa og aflæsa hleðslurými og farþegarými hvoru fyrir sig. Þetta eykur öryggi og þægindi í daglegri notkun.