drægni og hleðsla

hleðslulausnir fyrir fyrirtæki

Renault Trafic
Auðveld hleðsla fyrir rafdrifinn Renault Trafic með sérsniðnum hleðslulausnum, aðlöguðum að þínum rekstri og daglegum ferðum.    

hleðslulausnir fyrir smærri fyrirtæki og sjálfstætt starfandi aðila

heima eða í vinnunni
uppsetning hleðslustöðva frá Ísorku
Hvort sem þú þarft eina eða fleiri hleðslustöðvar heima eða í fyrirtækinu, þá er Ísorka með allt sem þú þarft. Frá ráðgjöf til uppsetningar og viðhalds einfaldar Ísorka rafvæðinguna með sérsniðnum lausnum sem eru tilbúnar til notkunar.
á ferðinni
þægileg hleðsla á ferðinni
Aukin þægindi með snjallri hleðslu í Ísorku appinu. Í appinu getur þú fundið hleðslustöð, borið saman verð, stjórnað hleðslu ökutækisins og greitt.

hleðslulausnir fyrir stærri fyrirtæki

Ísorka einfaldar og flýtir fyrir rafvæðingu – sama í hvaða rekstri þú ert eða hversu stórt fyrirtækið er.
Lausnirnar eru sniðnar að þínum þörfum – hvort sem er á vinnustað, í vöruhúsi, heima hjá starfsfólki eða á ferðinni. Frá ráðgjöf og hönnun til uppsetningar og daglegrar notkunar hleðslustöðva sér Ísorka um allt ferlið og gerir þér daglegt líf einfaldara.    
í vinnunni
Renault Trafic Van - charging at work
hleðsla í vinnunni
Hvort sem þú ætlar að hlaða ökutækjaflota fyrirtækisins eða bjóða upp á hleðsluþjónustu fyrir starfsmenn, viðskiptavini eða gesti, sér Ísorka um allt ferlið. Frá sérsniðinni greiningu og fjármögnun til verkloka er hver einasti áfangi faglega leystur.
á ferðinni
Renault Trafic Van - charging on the road
hleðsla á ferðinni
Gerðu rafmagnsakstur einfaldari fyrir starfsfólkið þitt með aðgangi að opinberum hleðslustöðvum. Starfsmenn geta skipulagt ferðir sínar út frá staðsetningu hleðslustöðva og greitt fyrir hleðslu með Ísorku appinu. Sem flotastjóri geturðu fylgst með rafmagnsnotkun starfsfólks og fengið einföld yfirlit og sameinaða mánaðarreikninga.
heima
Renault Trafic Van - home charging
heimahleðsla
Að setja upp hleðslustöð heima hjá starfsfólki getur í sumum tilvikum verið hagkvæm lausn til að lágmarka hleðsluútgjöld fyrirtækisins. Ísorka sér um allt ferlið: afhendingu, uppsetningu og virkjun hleðslustöðvarinnar.

hleðslusnúrur og búnaður

Renault Trafic E-Tech rafmagns er afhentur með mode 3 hleðslusnúru, sem hentar bæði fyrir heima- og almenningshleðslustöðvar. Auk þess er hægt að velja úr öðrum valkvæmum snúrum við val á búnaði og aukahlutum.

hleðslutími og drægni

Hér má sjá hleðslutíma miðað við ráðlagða daglega hleðslu. 
Tölurnar byggja á kjöraðstæðum.
  tegund hleðslustöðvar afl á hleðslustöð hleðslusnúra hleðslutími 52 kWh rafhlöðu
heima
uppsett hleðslustöð 7.4 kW AC mode 3 hleðslusnúra 15 í 80% => 5klst39mín
styrkt innstunga 3.7 kW AC mode 2 standard eða flexi-charger snúra 15 í 80% => 12klst12mín
hefðbundin innstunga 2.3 kW AC mode 2 flexicharger snúra 15 í 80% =>25klst41mín
á ferðinnihreðhleðslustöð  50 kW áföst snúra 15 í 80% ==> 56 mín
hefðbundin hleðslustöð 22 kW  mode 3 hleðslusnúra 15 í 80% => 1klst49mín