QRESCUE: QR-KÓÐINN SEM SPARAR NEYÐARLÍNUNNI TÍMA

Nýjung frá Renault, þróuð í nánu samstarfi við slökkviliðsmenn, sem tryggir aukið öryggi við björgun úr ökutæki.    
QRescue - Renault
allar tæknilegar upplýsingar með einu skanni
QRescue er QR kóði sem veitir neyðarþjónustum aðgang að öllum tæknilegum upplýsingum um ökutækið í einni skönnun, jafnvel á svæðum þar sem samband er lítið. Hann er staðlaður* á fram- og afturrúðum Renault ökutækja, og var staðsetning hans valin í samráði við slökkviliðsmenn til að auðvelda vinnu þeirra.    




*síðan 2022

allt að 15 mínútna sparnaður!

QRescue getur sparað neyðarþjónustum allt að 15 dýrmætar mínútur á „gullna klukkutímanum“, brýna tímarammanum þar sem slasaðir einstaklingar verða að fá afgerandi áðhlynningu áður en þeir eru fluttir á sjúkrahús.    
QRESCUE
QR affixed on the windscreens - QRescue - Renault
QR kóði settur í fram- og afturrúður
Í neyðartilvikum skiptir hver sekúnda máli. Með því að skanna QR kóðann fá slökkviliðsmenn strax aðgang að tæknilegum upplýsingunum um ökutækið í formi svokallaðs Rescue Sheet.
RESCUE SHEET
rescue sheet - QRescue - Renault
Fljótt aðgengi
Ómissandi fyrir hraðari aðgerðir, inniheldur Rescue Sheet fjölbreyttar tæknilegar upplýsingar um ökutækið (vél, staðsetning rafgeymis, eldsneytisgeymar, loftpúðar o.fl.) og leiðbeiningar fyrir hraðari og öruggari björgun.

time fighters - Renault and firefighters
samstarf Renault og slökkviliðsmanna
SD Switch and Fireman Access - automotive safety - Renaultt
SD Switch & Fireman Access
driver-assistance systems - automotive safety - Renault
háþróuð akstursaðstoðarkerfi