Búnaður Renault KANGOO Express

Renault KANGOO Express hentar alls kyns atvinnurekstri. Hann er einingaskiptur, vel útbúinn og þægilegur. Lífið verður ekki samt!

LitavalHelsti búnaður í boði

Einingaskipting


Renault KANGOO

Þrjú framsæti

Ásamt ökumannssæti og farþegasæti fyrir tvo býður Renault KANGOO upp á val um þrjú alvöru framsæti. Undir farþegasætinu er ríflegt geymslupláss, auk þess sem hægt er að leggja sætisbök niður og til að nota þau sem hillu eða til að flytja langa hluti.
Renault KANGOO

Farþegasæti sem hægt er að leggja niður

Til að nýta flatt gólfrými og lengja hleðslurýmið er hægt að leggja niður farþegasætin frammi í bílnum. Þannig verður hleðslulengdin 2,1 m, 2,5 m eða 2,9 m, allt eftir lengd bifreiðarinnar sem um ræðir.
Renault KANGOO

Opnanleg þaklúga

Þökk sé opnanlegri þaklúgu er hægt að flytja langa og fyrirferðarmikla hluti í lóðréttri stöðu. Opið er 47 cm á lengd og allt að 1 m á breidd.

Skilrúm og hlífar


Renault KANGOO

Fjölbreytt úrval skilrúma

Viltu skilrúm með röragrind, úr málmi, gleri eða vírneti? Veldu úr fjölbreyttu úrvali skilrúma.
Renault KANGOO

Skilrúm úr vírneti sem hægt er að færa til

Viltu tryggja öryggi þitt í akstri við flutning langra hluta? Það er lítið mál með skilrúmi úr vírneti sem hægt er að færa til.
Renault KANGOO

Viðarklæðningarsett

Besta vörnin fyrir hleðslurýmið. Viðarklæðningarsettið samanstendur af stömu gólfi og hliðarklæðningu og er sérsniðið að viðkomandi rými.

Sérstakur búnaður


Renault KANGOO

Aukin flutningsgeta

Þarftu að flytja enn meiri farm? Með aukinni flutningsgetu er hægt að auka hámarksfarmþunga Renault KANGOO Express úr 650 kg í 800 kg.
Renault KANGOO

Vinnusvæðispakki

Þarftu að ferðast um hrjóstrugt undirlag? Fáðu þér vinnusvæðispakkann: Hann felur í sér málmhlíf sem ver vél Renault KANGOO ásamt aukinni hæð frá jörðu.

Þægindi


Renault KANGOO

Hraðastillir með hraðatakmörkun

Haltu stöðugum ökuhraða eða hámarkshraða með hraðastilli eða hraðatakmörkun. Aðeins þarf að ýta nokkrum sinnum á stjórnrofa stýrisins til að ganga frá því.
Renault KANGOO

Stillanleg hæð á stýri og sæti

Til að ferðin verði sem þægilegust er hægt að stilla hæð stýris og sætis. Þú getur komið þér vel fyrir og notið ferðalagsins.
Renault KANGOO

Rafknúnir hliðarspeglar og rúður

Hægt er að velja rafknúnar rúður, með hreyfistýringu bílstjóramegin, og rafknúna hliðarspegla með vörn gegn ísingu, allt eftir valinni útfærslu. Með valfrjálsa City-pakkanum er einnig hægt að fá rafdrifna aðfellda hliðarspegla.

  Geymsluhólf


  Renault KANGOO

  Hanskahólf

  Hanskahólfið er með 15 l geymslurými og rúmar fartölvu eða jafnvel öryggishjálm.
  Renault KANGOO

  Miðstokkur og sætisarmur

  Þessi hagnýta geymsla heldur öllu í röð og reglu. Drykkjarmál, allt að 1,5 l flaska, geisladiskar ... allt kemst vel fyrir.
  Renault KANGOO

  Geymsluhólf í lofti

  Í ökumannsrými er einnig stórt og djúpt geymsluhólf fyrir ofan framrúðuna.

  Tækni